Hér verður leitast við að koma á framfæri tilkynningum um bilanir, fyrirhugaðar lokanir, breytinar og/eða truflanir á samböndum RHnet.
Mánudagur 1. desember 2024 Jafningjasamband (peering) RHnet við AS209045 - Genesis Cloud hefur verið tekið niður þar sem þeir hafa lagt niður starfsstöð sína á Íslandi.
Miðvikudagur 11. nóvember 2024 Aðalsamband (10G) RHnet til Akureyrar rofið milli kl 15:28 og 18:35 vegna vinnu við straumbúnað á Skrokköldu. Umferð á varasambandi með minnkuðum afköstum.
Þriðjudagur 15. október 2024 Aðalsamband (10G) RHnet til Akureyrar rofið milli kl 13:10 og 13:33 vegna rafmagnsbiluar í símstöð Mílu. Bæði varasambönd til Akureyrar (1G í Neshaga og örbylgjusamband við Bifröst og við Hvanneyri) rofnuðu á sama tíma og því varð Akureyri með öllu sambandlaus á RHnet meðan á þessu stóð.
Þriðjudagur 9. júlí 2024 Aðalsamband (10G) RHnet til Akureyrar rofið vegna bilunar í búnaði hjá Vodafone/Ljósleiðaranum. Ekki fékkst skýring á að samband var rofið í rúman sólarhring. Umferð á varasambandi á meðan.
Þriðjudagur 18. júní 2024 100G samband tekið í notkun milli Hringbrautar og Bústaðavegar. Tengipunktur RHnet hjá HR við Nauthólsvík verður lagður niður.
Mánudagur 18. mars 2024 Vegna breytinga á tengingum í Tæknigarði voru stuttar truflanir á samböndum til Akureyrar (PL3417 varasamband og PL1290 aðalsamband) ásamt sambandi við FSnet (PL3416) milli kl 10:00 og 12:00.
Sunnudagur 11. febrúar 2024 Samband á RHnet hring milli Tæknigarðs og Hringbrautar slitið síðan kl 16:03. Bæði aðalsamband úr Tæknigarði til Akureyrar og varasamband úr Neshaga til Akureyrar rofin frá sama tíma. Umferð til Akureyrar á verulega minkuðum afköstum á þriðja varasambandi til Akureyrar um Hvanneyri. Samband RHnet við FSnet í Tæknigarði rofið. Umferð á sambandi FSnet í Neshaga. 20:00-20:30 sambönd komin í lag -- rof vegna breytinga í kerfissal Hringiðunnar í Tæknigarði.
Föstudagur 13. október 2023 IHPC ("Iceland High-Performance Computing Facility") lagt niður og aftengt RHnet. Netum 130.208.254.160/27 og 2A00:C88:82C0::/48 skilað.
Mánudagur 9. október 2023 Samband NORDUnet við Danmörku (um DANICE) rofið frá kl 09:00 vegna bilunar í ljósleiðara milli Ballerup og Taastrup nálægt Kaupmannahöfn. Ekki vitað hvenær viðgerð lýkur, umferð á IRIS og FARICE á meðan.
Miðvikudagur 30. ágúst 2023 10:00 - RHnet hringur rofinn milli Hringbrautar og Nauthólsvíkur. Einnig eru sambönd við Krabbameinsfélagið og Háskólann í Reykjavík frá tengipunkti við Hringbraut rofin. Ekki hafa fengist upplýsingar frá Ljósleiðaranum um eðli bilunar. 13:00 - Tilkynning frá Ljósleiðaranum "Kerfislögn Ljósleiðarans var nú um hádegisbilið tjónuð af verktaka við Malbikunarvinnu. Ekki eru öll sambönd úti á strengnum enn sem komið er en nauðsynlegt er að fara í neyðarrof til að skipta út strengnum og mun við það rofna öll sambönd á meðan á viðgerð stendur." 16:40 Viðgerð lokið - öll sambönd komin upp.
Þriðjudagur 10. maí 2023 Samband NORDUnet frá RHnet um DANICE til Danmerkur rofnaði milli kl 16:00 og 20:00 vegna ljósleiðaraslits í Þorlákshöfn. Á sama tima rofnaði einnig 100G samband NORDUnet frá RHnet til Írlands um IRIS, en það hafði ekki áhrif þar sem umferð hefur ekki verið sett á það samband. Tenging NORDUnet frá RHnet til London um FARICE annaði umferð á meðan, og ekki varð vart við umferðartruflanir.
Laugardagur 22. apríl 2023 19:39 Viðgerð lokið -- öll sambönd RHnet komin í lag (það síðasta kl 19:18) 10:30 Umfangsmikið rof í ljósleiðarakerfi OR vegna framkvæmda við Hótel Sögu veldur truflunum á tenginum RHnet: - Tenging milli Tæknigarðs og Hringbrautar rofinn (umferð á hring) - Aðalsamband RHnet til Akureyrar rofið (umferð á varasambandi með minnkuðum afköstum) - Bæði sambönd RHnet við FSnet rofin. (sambandslaust) Unnið er að viðgerð. Áætluð lok 15:00
Fimmtudagur 13. apríl 2023 09:30 draupnir.rhnet.is (mailman) endurræstur vegna kerfisvillu í stýrikerfi. Óstarfhæfur síðan 10. apríl.
Fimmtudagur 30. mars 2023 14:41 10G DWDM samband til Akureyrar lagfært. Miðvikudagur 29. mars 2023 11:06 Vodafone tilkynnir bilað spjald í tengibúnaði. Að tveggja daga afgreiðslufrestur á nýjum búnaði. 10G DWDM samband RHnet um búnað Vodafone til Akureyrar er rofið síðan kl 07:56 í morgun. Vodafone vinnur að viðgerð. Varasamband til Akureyrar virkt, en á minnkuðum afköstum.
Föstudagur 24. febrúar 2023 Nýr jaðarrúter RHnet á móti NORDUnet tengdur í POP RHnet hjá Veðurstofu Íslands kl 15:33. Vegna mistaka í uppsetningu þessa rúters rofnuðu teningar aðila RHnet sem fara um Bústaðavegstengipunkt og nærliggjandi tengipunkta (Keldnaholt og Nauthólsvík) til kl 15:50. Þessi rúter dró til sín umferð þessara aðila sem beint var út af RHnet en gat ekki skilað henni frá sér (ekki tengdur NORDUnet ennþá).
Miðvikudagur 5. október 2022 Sambandslaust við tengipunkt RHnet í Nauthólsvík (HR) frá kl 15:52 til 16:36 vegna víðtæks rafmagnsleysis í vesturbæ Reykjavíku. Rafmagn fer af um kl 15:15, en varafl rennur út um kl 15:52. Háskólinn í Reykjavík sambandslaus til 16:42.
Mánudagur 4. júlí 2022 Tenging Íslenskrar erfðagreiningar flutt af ndn-gw2 á ndn-gw4 í Tæknigarði. Lokið við að taka niður fullar BGP töflur á MX240 þar sem ekki er lengur pláss á DPC/FPC fyrir sendingartöflur. Keyra nú með takmarkaðar (RIX/RHnet) töflur.
Fimmtudagur 23. júní 2022 09:57 Sambandslaust á aðaltengingu RHnet við Hvanneyri og Bifröst. Ljósleiðari grafinn í sundur á Kjalarnesi. Unnið er að viðgerð og umferð á varasamböndum með minnkuðum afköstum.
Fimmtudagur 9. júní 2022 Tenging RHnet við NORDUnet í Tæknigarði (ndn-gw2.rhnet.is <-> is-rey2.nordnu.net) flutt á nýjan jaðarrúter. Sjá https://www.rhnet.is/traffic-map/tg-traffic-map.html
Miðvikudagur 8. júní 2022 Tenging RHnet við NORDUnet í Neshaga (ndn-gw1.rhnet.is <-> is-rey.nordnu.net) flutt á nýjan jaðarrúter. Sjá https://www.rhnet.is/traffic-map/nh-traffic-map.html
Fimmtudagur 19. maí 2022 Tenging fyrrum Nýsköpunarmiðstöðvar tekin niður á Keldnaholti.
Fimmtudagur 30. desember 2021 16:26 Rafmagn kemst á aftur á Keldnaholti. 16:00 Varafl á beini RHnet á Keldnaholti runnið út, sambandslaust á aðalsambandi við Hvanneyri og við Bifröst, sambönd þangað á minnkuðum afköstum. 15:03 Rafmagn tekið af Keldnaholti án tilkynningar til RHnet. Beinir nú á varaafli en það rennur út innan tíðar. Ladbúnaðarháskólinn sambandslaus.
Miðvikudagur 24. nóvember 2021 Sambönd FSnet við RHnet eru nú takmörkuð við 4Gbs af Vodafone.
Mánudagur 22. nóvember 2021 11:55 Samband kemst á - Vodafone skiptir um ljósbreytu í Miðbæjarstöð. Pakkatap ekki lengur vandamál á FSnet, en takmörkun sambanda FSnet við 2Gbs veldur áfram töfum á álagstímum. Annað af tveimur samböndum FSnet við RHnet (10G í TG) rofið síðan kl 04:54. Umferð til og frá FS flæðir því um 10G samband í Neshaga. Komið hefur í ljós að sambönd FSnet eru takmörkuð við 2Gbs í kerfi Vodafone og anna því ekki umferð. Verulegt pakkatap er á tengingum FSnet vegna þessarar takmörkunar.
Þriðjudagur 9. nóvember 2021 Sambandslaust á aðalsambandi RHnet til Akureyrar milli kl kl 03:31 og 05:56 venga viðgerða á ljósleiðara. Umferð á varasambandi á meðan.
Föstudagur 29. október 2021 17:36 Samband kemst á aftur. Sambandslaust á aðalsambandi RHnet til Akureyrar frá kl 11:01. Umferð til og frá Akureyri nú á varasambandi með minnkuðum afköstum. Söluaðili sambands hefur ekki upplýsingar um eðli bilunar né er vitað hvenær búast má við að viðgerð ljúki.
Fimmtudagur 28. október 2021 17:30 Rafmagni komið á aftur. Netsamband við POP í Nauthólsvík í lagi. Víðtækt rafmagnsleysi í vesturbæ Reykjavíkur frá kl 16:20. Unnið er að viðgerð. Tengipunktur RHnet í Nauthólsvík (hjá Háskólanum í Reykjavík) er sambandslaus þar sem varaafl hefur runnið út. Sambandlaust við HR.
Fimmtudagur 21. október 2021 Aðaltenging RHnet við Akureyri rofnar 00:13. Umferð færist á 1G varasamband með minnkuðum afköstum. Samband kemst á 10G aðalsamband kl 04:24. Enginn tilkynning um fyrirhugað rof barst frá söluaðila sambands.
Miðvikudagur 20. október 2021 Millitenging milli jaðarrúters RHnet í Neshaga (ndn-gw1) og RHnet hrings (neshagi01.rhnet.is) stækkuð í 2x10G (LAG).
Mánudagur 17. maí 2021 Tenging Íslenskra Orkurannsókna á Grensásvegi stækkuð í 10G
Mánudagur 1. febrúar 2021 Tengipunktur RHnet við Skúlagötu lagður niður. Til gamans má geta að í þessum tengipunkti voru fyrstu nettengingar Íslands við umheiminn við fyrirrennaranet Internetsins. Í upphafi internetvæðingar voru Háskóli Íslands og Hafrannsóknastofnun tengd og tengipunktar netsis voru þá í Tæknigarði og í Skúlagötu.
Miðvikudagur 27. janúar 2021 Samband SAk stækkað í 10Gb/s.
Föstudagur 22. janúar og laugardagur 23. janúar 2021 Ljósleiðarahring á Akureyri breytt í einþátta sambönd. Varasamband TG <-> Akureyri fært af ds-akureyri yfir á akureyri00 Stækkun á sambandi SAk úr 1Gb/s í 10Gb/s undirbúin.
Föstudagur 15. Janúar 2021 Samband RHnet við Listaháskóla Íslands fært af Skúlagötu yfir á Neshaga, og af ljósleiðara Gagnaveitu yfir á kerfi Mílu. Sambandið var einnig stækkað í 10Gbs. Breyting gerð án truflunar á umferð. Sjá http://virvir.rhnet.is/smokeping/?target=RHnet.Tengdir.LHI
Fimmtudagur 7. janúar 2021 14:00 10G samband RHnet við Akureyri virkjað.
Sunnudagur 3. janúar 2021 Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri missir samband við RHnet milli ca. 22:00 til 24:00 og Háskólinn á Bifröst frá um 22:00 til 01:00 eftir að varafl rann út á aðalsamböndum og á varasamböndum. Orsök þessa var víðtækt rafmagnsleysis á Vesturlandi, sem hófst skömmu fyrir kl. 22:00 og endanlega lokið um 02:00 4. jan. (Bilunin var í tengivirkinu á Vatnshömrum og olli rafmagnsleysi í Borgarfirði, Snæfellsnesi og Húnaþingi.) Tilkynningar á vef Rarik: https://www.rarik.is/tilkynningar
Fimmtudagur 17. desemeber 2020 Um 09:00 Mikið um villur á sambandinu við Keldnaholt og hefur m.a. áhrif á samböndin við Bifröst og Hvanneyri. Í ljós kom að sambandið milli Grensásvegar og Keldnaholts um ljósleiðara Gagnaveitunnar var ekki í lagi. Unnið er að viðgerð, en Gagnaveitan áætlar að viðgerð klárist ekki fyrr en á morgun, föstudaginn 18. des. Umferð RHnets flæðir aðra leið á meðan (Bústaðavegur - Keldnaholt).
Mánudagur 21. september 2020 17:00 Samband á RHnet milli Grensásvegar og Keldnholts slitið vegna bilunar í ljósleiðara Gagnaveitu. Skv. GV var grafið í stofnstreng um kl 15, en samband RHnet fór ekki niður fyrr en um kl 17 þegar GV skiptir um streng. Umferð á RHnet flæðir aðra leið á meðan.
Þriðjudagur 25. ágúst 2020 Millisamband jaðarrútera RHnet (milli ndn-gw1 í Neshaga og ndn-gw2 í Tæknigarði) stækkað í 20G.
Þriðjudagur 21. júlí 2020 Lokið við að tvöfalda tengingar RHnet við NORDUnet. Núverandi tengingar við is-rey.nordu.net og is-rey2.nordu.net færðar í LAG og 1x10G porti bætt við hvora. Nú samtals 40G.
Þriðjudagur 9. júní 2020 Ljósleiðari milli símstöðvar á Akureyri og Sjúkrahúss Akureyrar slitin milli kl 13:19 og 16:58. Umferð við SA flæðri um Sólborg á meðan.
Mánudagur 8. júní 2020 Tengipunktur RHnet í Fornubúðum, Hafnarfirði (húsnæði Hafrannsóknastofnunar) tengdur.
Fimmtudagur 4. júní 2020 Rúter RHnet í Neshaga hrynur vegna hugbúnaðarvillu. Endurræstur sjálfvirkt, slit á tenginum milli kl 10:15 - 10:25.
Miðvikudagur 26. febrúar 2020 21:30 Samband á RHnet kemst á milli Grensáss og Keldnaholts. Frá Gagnaveitu: 18:49 Því miður vegna erfiðleika á verkstað hefur vinna tafist en mikið frost er í jörðu og aðstæður erfiðar, þess vegna er lengt í viðgerðarglugga en ekki er talið að full viðgerð hefist fyrr en eftir miðnætti 16:42 Strengur verður að fullu rofinn kl: 18:00 og öll tilkynnt sambönd rofna á meðan að viðgerð stendur. 16:20 Búið er að finna orsakavald og unnið er að leið til að hefja blástur og lagfæringar, Öll sambönd á streng munu detta út þegar að splæsivinna hefst. 15:10 Samband á RHnet milli Grenáss og Keldnaholts rofið. Umferð fæðir um Bústaðaveg í staðinn, enginn truflun á umferð.
Föstudagur 22. nóvember 2019 18:56 Viðgerð lokið, samband kemst á. Samband RHnet við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Háskólann á Bifröst er rofið síðan kl 12:06. Umferð á varasambandi með verulega minni afkastagetu. Gagnaveita tilkynnir: 13:39 Unnið er að viðgerð. Um mjög erfitt vinnusvæði er að ræða en vonir standa til að viðgerð ljúki fyrir kl.20 í kvöld. Áætluð lok: 22.11.2019 20:00 12:50 Staðfest er bilun í streng, greining er hafin. Frekari upplýsingar væntanlegar Uppfært hvða strengur um ræðir og vitað er af verktökum að vinna að breikkun á vegi í kringum Grundartanga sem gæti verið líkleg skýring Áætluð lok: 22.11.2019 16:30"
Miðvikudagur 13. nóvember 2019 09:24 Samband við Hóla kemst á. Skipt um gbic úr TX í BX10-D. 06:24 Viðgerð lokið -- en samband við Hóla næst ekki. Síminn vinnur að greiningu. 06:15 Samband til Hóla rofnar vegna viðhalds Símans á búnaði í Tæknigarði (tengist bilun þann 8. nóv).
Föstudagur 8. nóvember 2019 13:15 Samband við Hóla kemst á aftur. 12:51 Síminn tilkynnir bilun í IP búnaði sínum í Tæknigarði. Veldur sambandleysi á RHnet við Háskólann á Hólum.
Fimmtudagur 1. ágúst 2019 12:00 Rafmagn kemur á aftur. Samand við ISOR og HA komið upp. Rafmagn tekið af vélasal Háskólans á Akureyri um kl 08:30 vegna viðhalds. Varaafl á tengipunkti RHnet rennur út um kl 11:45 þ.a. ISOR Akureyri og Háskólinn á Akureyri eru nú án tengingar við RHnet.
Þriðjudagur 9. júlí 2019 15:45 Viðgerð lokið - samband komið á. 12:55 Samkvæmt upplýsingum frá Mílu þá var ljósleiðarastrengur þeirra grafinn í sundur framkvæmdir í Öskjuhlíð. Unnið er að viðgerð og búist við að henni ljúki um kl 17:00 í dag. Tenging milli Bústaðavegar (Veðurstofu Íslands) og Nauthólsvíkur (Háskólinn í Reykjavík) slitin síðan kl 11:11. Unnið er að greiningu.
Mánudagur 8. júlí 2019 Lokið við að færa sambönd RHnet á Bifröst og Hvanneyri af 10G rás á ljósleiðarapari yfir á tvær 10G rásir á einþráðum. Samband RHnet frá Keldnaholti á Hvanneyri er nú 20G og samband frá Hvanneyri á Bifröst einnig 20G. Þetta bætir einnig umfremd þessara sambanda lítillega.
Þriðjudagur 2. júlí 2019 Breytingar á grunnsamböndum hjá Vodafone milli kl 01:00 og 05:00. Akureyrarsamband var á varasambandi frá 02:00 til 04:00 og annað af tveimur samböndum við FSnet rofið milli 02:00 og 03:00. Vegna bilunar í rúter á Hvanneyri rofnaði Akureyrarsamband alveg í nokkurar mínútur um kl 03:40
Þriðjudagur 23. maí 2019 DDOS árás (~20Gbs) á vél á neti Háskóla Íslands veldur truflunum á tengingum RHnet til London milli kl 08:20 og 09:05. Viðkomadi IP tala tikynnt til NORDUnet með fyrirmælum um að loka aðgengi til hennar á beinum NORDUnet.
Þriðjudagur 14. maí 2019 08:43 Samband kemst á aftur. Um var að ræða ótilkynntar breytingar á teningum Vodafone. Aðalsamband til Akureyrar rofnar kl 05:24, umferð færist á varasamband með minkuðum afköstum.
Miðvikudagur 24. apríl 2019 Beinir RHnet á Akureyri fluttur milli hæða í húsnæði Vodafone við Hafnarstræti. Stutt truflun á tengingum HA og FSA milli kl 23:00 og 01:00 meðan sambönd voru færð milli hæða.
Miðvikudagur 6. mars 2019 NORDUnet virkjar viðbótar 10G samband á Danice. Samanlögð burðargeta NORDUnet er nú 30G (20G á Danice til Danmerkur og 10G á Farice til London).
Fimmtudagur 28. febrúar 2019 Bilun í beini á Bifröst reyndist vera hugbúnaðarvilla, beinir endurræstur kl 08:30 og aðalsamband kemst á aftur Miðvikudagur 27. febrúar 2019 Samband á aðalsambandi til Bifrastar rofið síðan kl 16:45 í dag vegna bilunar í ljósbreytu. Umferð á varasamabandi með verulega minnkuðum afköstum. Unnið er að koma varabúnaði á staðinn.
Þriðjudagur 20. nóvember 2018 Samband við Decode í Tæknigarði stækkað í 10Gbs: https://www.rhnet.is/traffic-map/tg-traffic-map.html
Þriðjudagur 23. október 2018 Varasamband um örbylgju á Bifröst komið í lag. Var rofið síðan kl 06:00 s.l. sunnudag.
Laugardagur 6. október 2018 18:00 Viðgerð lokið og rafmagn aftur komið á í Tæknigarði. Fimmtudagur 4. október 2018 11:45 Samband til Akureyrar komið upp. Tæknigarður ennþá á varaafli. Vegna bilunar í heimtaug er rafmagnslaust í POP RHnet í Tæknigarði. Rafmagnslaust hefur verið síðan á miðnætti en búnaður RHnet er keyrður á varaafli (díselstöð). Búnaður þjónustuaðila Akureyrarsambands er ekki á varafli og því er það á varaleið (með lítilli burðargetu).
Miðvikudagur 3. október 2018 15:00 Vegna flutnings á beinum NORDUnet í Danmörku er öll umferð til og frá RHnet nú á Farice sambandi til London. Búist er við að flutningur og tengd vinna taki um 5 klukkustundir.
Fimmtudagur 13. september 2018 NORDUnet skiptir um beini á á Danice sambandi til Kaupmannahafnar frá 11:00 til 11:30 - umferð á Farice á meðan.
Miðvikudagur 22. ágúst 2018 NORDUnet hóf útskiptingu á beini sínum á Farice sambandi til London um kl 11:00 - áður hafði umferð verið flutt á Danice. Þessari aðgerð lauk um kl 11:50, en vegna mannlegra mistaka missti NORDUnet samband á Dancie milli kl 11:20 og 11:35, sem aftur orsakaði algert sambandsleysi RHnet við útlönd á meðan. 14:35 Samband NORDUnet við RIX hefur ekki verið komið á aftur, sennilega um bilaðan fiber að ræða.
Miðvikudagur 27. júni 2018 Háskólinn í Reykjavík nú tengdur um DWDM búnað í tengipunkt RHnet við Hringbraut. Þeir eru nú tvítengdir á 2x10Gbs, með tengingar á tvo mismunandi staði, Nauthólsvík og Hringbraut.
Þriðjudagur 26. júni 2018 Truflanir á samböndum NORDUnet til Danmerkur vegna bilunar í rúter (is-gw2.nordu.net). Veldur verulegum truflunum á tengingum RHnet við ákveðinn net frá kl 19:30. Sjá til dæmis http://virvir.rhnet.is/smokeping/?target=Erlendis.NORDUnet.Hofudstodvar Um kl 21:00 flytur NORDUnet umferð af þessum rúter yfir á London tengingu meðan unnið er að viðgerð. Viðgerð var lokið u.þ.b á sama tíma og samband til London var rofið vegna áður tilkynnts viðhalds (um kl 23:30).
Fimmtudagur 26. apríl 2018 Vegna bilunar í ljósleiðara í Bretlandi eru verulegar truflanir á sambandi NORDUnet til London. Umferð flæðir því um samband til Danmerkur, en einhverjar truflanir eru hjá NORDUnet í Danmörku. Þetta hafði áhrif á pakkatap útlandatenginga milli kl 14:15 og 14:30 Sjá NORDUNETTICKET-5121
Mánudagur 16. apríl 2018 DWDM búnaður settur á samband RHnet milli Hringbrautar og Nauthólvíkur til reynslu.
Miðvikudagur 28. febrúar 2018 Jafningjasamband sett upp við Cloudflare á RIX í Tæknigarði.
Miðvikudagur 24. janúar 2018 Samband Háskólans í Reykjavík stækkað í 2x10Gbs við tengipunkt RHnet í Nauthólsvík.
Miðvikudagur 25. október 2017 19:04 Samband kemst á aftur. Ljósleiðari Gagnaveitu í Borgarfjörð er slitinn við Esjurætur síðan kl 14:12 í dag. Aðalsamband RHnet við Bifröst og Hvanneyri er því óvirkt og umferð á ófullnægjandi varasambandi. Engar upplýsingar um viðgerðartíma liggja fyrir ennþá.
Mánudagur 9. október 2017 Sambandslaust við RHnet hring á Akureyri frá kl 17:15 til kl 17:55 vegna rafmagnsleysis í búnaði Vodafone á Akureyri. Bæði aðal- og varasambönd RHnet voru óvirk.
Sunnudagur 10. september 2017 22:00 Rúter endurræstur og vandamáli lokið. Beinir í tengipunkti RHnet í Nauthólsvík missti afl um kl 06:20 eftir að varaafl rann út. Þegar veiturafmagn kemst aftur á bilar ljósgjafi á sambandi við Hringbraut. Bilun var þess eðlis að tölvuafl beinis fór allt í að reyna að ná sambandi við ljósgjafa.
Þriðjudagur 29 ágúst 2017 Tenging Háskólans á Akureyri uppfærð í 10Gbs.
Fimmtudagur 20. júlí 2017 Afköst á Akureyrarhring aukin í 10Gbs. Engin truflun á samböndum.
Þriðjudagur 11. júlí 2017 Skipt um beina á Akureyrarhring. Tvö stutt rof á tengingum.
Fimmtudagur 22. desember 2016 Orkustofnun aftengd RHnet - Hefur flutt annað eftir 29 ára samfellt samband við háskóla- og rannsóknanet á Íslandi.
Sunnudagur 27. nóvember 2016 Sambandslaust við tengipunkt RHnet við Háskólann á Akureyri milli kl 07:00 og 11:00. Fyrirfram tilkynnt vinna við raflagnir í vélasal HA frá kl 05:00 og varafl rann út um kl 07:00. Beinir RHnet kemur stuttlega í samband, en reynist bilaður. HA lánar varabúnað þ.a. samband kemst á aftur um kl 11:00.
Miðvikudagur 26. október 2016 NORDUnet vinnur að uppfærslu á beinum sínum í Reykjavík milli kl. 20:00 og 22:00. Slíkar uppfærslur eiga ekki að valda neinum sambandsslitum á tengingum NORDUnet til Íslands, en í þessu tilfelli varð bilun á Farice tengingum í Bretlandi frá kl. 21:10 til 22:10. Þessi bilun og uppfærslur á beinum NORDUnet urðu til þess að algert sambandsleysi varð á RHnet við útlönd milli kl 21:10 og 21:25.
Þriðjudagur 27. septemeber 2016 06:55 Stutt truflun á samband til Akureyrar vegna breytingar á straumfæðingu beinis í símstöð.
Mánudagur 12. septemeber 2016 Nýr Akamai spegill tekinn í notkun. Tengdur RHnet á 10Gbs í stað 1Gbs áður.
Þriðjudagur 6. september 2016 Sambandslaust við tengipunkt RHnet á Keldnaholti frá kl 03:00 til 04:15 vegna rafmagsleysis á svæðinu. Sambönd RHnet við Hvanneyri og Bifröst á varasambandi um Akureyri á meðan.
Föstudagur 2. september 2016 Samband við tengipunkt RHnet á Bifröst stækkað í 10Gbs og skipt um beini. Óverulegar truflanir á umferð milli kl 12:00 og 13:00.
Þriðjudagur 12. júlí 2016 Lokið við að skipta um beini á Hvanneyri og stækkun RHnet sambands við tengipunkt þar í 10Gbs. Óverulegar truflanir á umferð milli kl 11:00 og 12:00.
Mánudagur 9. maí 2016 Skipt um beini í tengipunkti RHnet í Tæknigarði. Smávægilegar truflanir á umferð milli kl 10:00 og 11:30.
Laugardagur 2. apríl 2016 21:30 Samband NORDUnet um Farice til London rofið vegna viðhalds í Bretlandi. Umferð sjálfvirkt beint á DANICE til Danmerkur.
Mánudagur 21. mars 2016 Samband NORDUnet um Farice til London slitið síðan kl. 14:40. Bilun vegna ljósleiðaraslita á landleið frá lendingarstað í Skotlandi til London. Enginn árhif á umferðarafköst, en umfremd sambanda RHnet helminguð.
Þriðjudagur 2. febrúar 2016 Skipt um beini í tengipunkti RHnet í Neshaga 16. Óverulegar truflanir á tengingum á RHnet milli kl 11:00 og 12:00.
Miðvikudagur 27. janúar 2016 Bilun í tengingu FSnet við RHnet (um Neshaga 16) veldur viðvarandi pakkatapi frá mánudegi 25. janúar kl 22:10. Skipt um ljósgjafa og tengingar hreinsaðar. Samband í lagi síðan 12:50.
Mánudagur 25. janúar 2016 Tengipunktur RHnet við Steinhellu í Hafnarfirði lagður niður.
Miðvikudagur 9. desember 2015 Við stækkun á síðara FSnet sambandi við RHnet verður upprunalegt, þegar stækkað, 10G samband ónothæft. Vodafone hefur því slökkt á því sambandi sín megin meðan leitað er að villum í uppsetningu. Gerir ráð fyrir að það verði niðri fram eftir viku. FSnet því eintengt eins og er.
Þriðjudagur 8. desember 2015 19:00 Vodafone tilkynnir að samband sé komið í lag og umferð færð af varasamböndum. 15:30 Bilun í safnsamböndum Vodafone veldur truflunum á sambandi RHnet til Akureyrar og Gunnarsholts (Langræðslan). Ekki hafa fengist upplýsingar frá Vodafone um viðgerðartíma. Samband til Akureyrar handvirkt sett á of varatengingar um örbylgju sem ekki anna umferð. Sjá http://rhnet.is/cgi-bin/smokeping.fcgi?target=RHnet.AK.DS
Miðvikudagur 18. nóvember 2015 10:00 Tengingum NORDUnet um DANICE við Danmörku breytt. Tenging úr Tæknigarði flutt á tengipunkt Farice hf. hjá Verne og samskiptaaðferð breytt úr OC192 í LAN-PHY.
Laugardagur 17. október 2015 14:00 NORDUnet stækkar samband við London úr 2.5Gbs í 10Gbs.
Miðvikudagur 14. október 2015 16:15 DDOS umferð fjarlægð með því að tilkynna viðkomandi rútu til NORDUnet með "svarthols-stimpli". 14:04 Samband NORDUnet til London yfirlestað vegna DDOS árásar á HRC3 (tendir RHnet í Hafnarfirði).
Miðvikudagur 14. október 2015 11:05 Samband NORDUnet til KPH komið í lag - umferð skiptist eðlilega milli útlandasambanda. Samband NORDUnet um DANICE til Kaupmannahafnar slitið síðan kl 06:11 í morgun. Ekki vitað hvers eðlis bilun er en hún liggur í ljósleiðarakerfum Farice. Umferð nú beint á 2.5G samband NORDUnet til London sem ekki ber alla umferð og því má búast við truflunum meðan Danmerkursamband er bilað.
Miðvikudagur 30. september2015 16:21 Samband NORDUnet við London komið í lag. Samband NORDUnet við London slitið síðan kl 10:40 (vegna slitinna ljósleiðara á Bretlandi). Þetta veldur því að öll útlandaumferð til RHnet flæðir um aðra tegingu RHnet við NORDUnet. Þetta veldur yfirálagi á tengingar, þar sem umfremd er ekki næg.
Mánudagur 31. ágúst 2015 14:00 Sambönd RHnet við RIX stækkuð úr 1Gbs í 10Gbs.
Föstudagur 29. maí 2015 Futningum RHnet frá Sturlugötu 8 lokið. Tengipunktur RHnet þar lagður niður og fluttur í Neshaga 16.
Fimmtudagur 28. maí 2015 Tengingar Veðurstofu Íslands á Bústaðavegi og Skúlagötu stækkaðar í 10Gbs.
Mánudagur 20. apríl 2015 Samband á RHnet hring milli Nauthólsvíkur og Hringbrautar rofið milli kl 05:04 og 05:18 vegna viðhaldsvinnu Gagnaveitu. Ekki var vart við truflun á umferð á meðan (hringtengt).
Föstudagur 17. apríl 2015 10G samband NORDUnet um DANICE við tengipunkt sinn á Íslandi er rofið frá kl 10:00. Umferð beint um 2.5G FARICE samband til London. 15:50 DANICE samband kemst á aftur. Bilun vegna ljósleiðaraslita í Danmörku.
Fimmtudagur 19. mars 2015 Flutningur NORDUnet og RHnet beina úr Sturlugötu 8 í Neshaga 16 hófst kl 13:00. Sambandslaust á Farice milli kl 13:00 til 16:30. Ekki varð vart við truflanir á umferð vegna þessarar vinnu.
Laugardagur 14. mars 2015 Algert sambandsleysi við Hvanneyri og Bifröst milli kl. 9:20 og 13:00 vegna óveðurstengdra rafmagnsvandræða. Varasambönd óvirk.
Miðvikudagur 11 mars 2015 Samband við Íslenska Erfðagreiningu (Decode) flutt í RHnet POP í Tæknigarði.
Fimmtudagur 5. febrúar 2015 Sambönd við RIX og FSnet flutt á beini RHnet í Tæknigarði. Full umfremd á þessum samböndum því fengin á ný.
Miðvikudagur 4. febrúar 2015 Umferð endanlega flutt aftur á DANICE. Vandmál vegna innanbæjar tenginga Mílu/Farice leyst með því að nota sömu innanbæjar sambönd og áður (frá Gagnaveitu) með ljósleiðara frá HÍ milli Sturlugötu og Tæknigarðs. Fimmtudagur 29. janúnar 2015 Fyrri hluti flutnings tengipunktar NORDUnet/RHnet af Sturlugötu 8 í Tæknigarð fór fram milli kl 13:00 og 17:00. Ekki urðu truflanir á umferð RHnet þar sem umferð á DANICE sambandi var flutt á FARICE meðan á flutningum stóð.
Þriðjudagur 6. janúar 2015 Annað af tveimur samböndum FSnet við RHnet og annað af tveimur samböndum RHnet við RIX voru flutt á annan beini til undirbúnings á uppsetningu tengipunkts RHnet/NORDUnet í Tæknigarði. Ekki varð vart við truflanir á umferð meðan á flutningum stóð (þ.e. milli kl 10:00 og 12:00). Þar til uppsetningu tengipunkts í Tæknigarði er lokið er verður rekstaröryggi á samböndum við RIX og við FSnet minna en ella (bæði sambönd á sama beini).
Þriðjudagur 27. mars 2014 Þjónustuvél RHnet niðri frá 18:30 mánudag 26. mars til 08:30 í dag vegna bilunar. Vefþjónuststa, nafnaþjónusta, ástandsmælingar og auðkenningarþjónustur (radius) óvirkar, eða skertar á meðan.
Mánudagur 13. janúar 2014 DDOS árás á FSnet (beint til Fjölbrautaskóla Suðurnesja) milli kl 13:30 og 14:30. Olli verulegum truflunum á aðgangssamböndum FSnet við RHnet á þessu tímabili.
Föstudagur 29. júni 2013 Milli kl 12:00 og 19:00 var tengipunktur RHnet við Ofanleiti fluttur í húsnæði Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Hringtengingum breytt þ.a. tengipunktur við Bústaðaveg tenginst í Keldnaholt og tengipunktur í Nauthólsvík tenginst beint í Hringbraut og Bústaðaveg. Engar truflanir urðu á umferð vegna þessa.
Fimmtudagur 27. júní 2013 Truflanir á sambandi RHnet um London öðru hverju milli 10:00 og 12:00. Olli m.a. truflunum á tengingu við Google og JANET. Vinna NORDUnet við breytingar á uk-hex.nordu.net hafði ófyrirséð áhrif á sambönd RHnet á ofangreindu tímabili, eða þar til umferðin var færð á DANICE. NORDUnet mun ljúka þessum breytingum og færa síðan umferð til baka.
Miðvikudagur 8. maí 2013 09:30 Gagnaveita mælir samband milli Ofanleitis og Keldnaholts. Ljósleiðari ekki lýstur á meðan. 06:00 Samband RHnet á DANICE niðri vegna ljósleiðarabilunar á Jótlandi í Danmörku. Unnið að viðgerð. Umferð um FARICE til Bretlands. Þriðjudagur 7. maí 2013 Samskonar truflanir á sambandi milli Ofanleitis og Keldnaholts og mán 5. sömu tímar, sama hegðun. Mánudagur 6. maí 2013 Truflanir á sambandi milli Ofanleitis og Keldnaholts. Hefjast um kl 13:00, ágerast til um kl 17:00 þegar sambandið fer sjálfvirkt niður vegna lélegra gæða. Samband kemst á aftur um kl 23:30, áfram lélegt samband til um kl 02:00.
Þriðjudagur 23. apríl 2013 14:00 10Gbs WAN-PHY samband komið á. 11:00 OC192 samband endurvakið. Mistekst að koma á 10Gbs Ethernet WAN-PHY tengingu. Verður reynt aftur síðar. 09:30 Samband NORDUnet við Danmörku tekið niður vegna breytinga á DANICE sambandi. Endurtekinn tilraun til að breyta úr OC192 í 10Gbs Ethernet WAN-PHY. Umferð á sambandi um FARICE til London.
Þriðjudagur 16. apríl 2013 15:30 - Viðgerð lokið. Samband NORDUnet frá Reykjavík til Danmerkur rofið síðan kl 11:08 vegna ljósleiðaraslita á Jótlandi. Ekki vitað nákvæmlega hvar og ekkert vitað um hvenær viðgerð lýkur.
Föstudagur 5. apríl 2013 Bætt við öðru sambandi við RIX. RHnet tengist nú á 1Gbs sambandi við RIX í Katrínartúni 2, til viðbótar við 1Gbs tengingu við RIX í Tæknigarði.
Fimmtudagur 7. mars 201311:00 Samband kemst á DANICE á ný. Breytingu á grunnsamskiptum frestað og umferð áfram á OC192.Miðvikudagur 6. mars 201319:00 10Gbs samband NORDUnet um DANICE er óvirkt eins og er vegna breytinga hjá NORDUnet í Danmörku. Umferð til RHnet beint um 2.5Gbs samband á FARICE frá London. Unnið er að útskiptingu á rúterum NORDUnet og ekki vitað hvenær því lýkur. Til stóð að færa DANICE samband af OC192 yfir á 10Gbs Ethernet WAN-PHY en XFP ljósbúnaður í NORDUnet beini barst ekki til Íslands í tæka tíð.
Miðvikudagur 16. janúar 201311:00-16:00 Unnið að uppfærslu sambanda Keldnaholt-Ofanleiti og Bústaðavegur-Ofanleiti í 10Gbs. Óverulegar truflanir á umferð. 10G hring í Reykjavík nú lokað.
Mánudagur 22. október 201210:24 Vegna tvöfaldrar bilunar í ljósleiðarakerfi NORDUnet í Danmörku flæðir nú hluti af umferð NORDUnet við umheiminn um Ísland og veldur yfirálagi á tengingu NORDUnet um FARICE til London, og á tengingu um GreenlandConnect til Ameríku.
Laugardagur 20. október 2012Tenging RHnet við RIX í Tæknigarði (jafningjasambönd innanlands) flutt á beini í S8 (yfir ljós frá HÍ). Flutningur án truflana á innanlandsumferð. Jafningjasambönd NORDUnet innanlands notuð á meðan á flutingi stóð.
Mánudagur 1. október 2012Net framhaldsskóla og símenntunarstöðva (FSnet) tengist RHnet á 2x1G í tengipunkti Sturlugötu 8.
Miðvikudagur 4. júlí 201213:45 - 17:00 Truflanir á sambandi RHnet milli Bústaðavegar og Keldnaholts, á samböndum þeirra sem tengjast við tengipunkt RHnet á Keldnaholti, og á samböndum í Borgarfjörð vegna uppfærslu á búnaði og sambandi við Keldnaholtið, vegna uppfæslu á búnaði og stækkunar á sambandi í Keldnaholt.
Föstudagur 29. júní 201209:00 - 12:00 Truflanir á sambandi RHnet milli Hringbrautar og Bústaðavegar vegna hreinsunar á ljósleiðurum GV.Miðvikudagur 27. júní 2012Uppfærsla í 10G tekst ekki. Ljósleiðari ber ekki 10G. 13:00 - 15:00 Truflanir á sambandi RHnet milli Hringbrautar og Bústaðavegar vegna uppfærslu í 10G.Þriðjudagur 26. júní 201210:00 - 12:00 Truflanir á sambandi RHnet milli Hringbrautar og Bústaðavegar vegna breytinga á ljósleiðurum GV.
Miðvikudagur 13. júní 2012Samband endurtengt kl 11:30 -- tengingar hreinsaðar af starfsmönnum Gagnaveitu.Þriðjudagur 12. júní 2012Sambandi RHnet milli Tæknigarðs og Skúlagötu hefur verið lokað tímabundið vegna hárrar villutíði. Unnið er að greiningu vandans.
Miðvikudagur 30. maí 2012Samband endurtengt -- tengingar hreinsaðar af starfsmönnum GagnaveituFimmtudagur 24. maí 2012Sambandi RHnet milli Skúlagötu og Grensás lokað vegna hárrar villutíði. Gagnaveita skoðar málið.
Föstudagur 18. maí 201213:30 - 15:00 Sambandslaust við FSA vegna bilunar í beini hjá RHnet. Nauðsynlegt reyndist að setja upp stjórnkerfi beinis á ný eftir endurræsingu.
Þriðjudagur 10. apríl 2012Sambandslaust á DANICE tengingu RHnet við DK frá kl 08:14 til 14:15. Upplýsingar um eðli bilunar fást ekki frá rekstaraðila. Umferð á FARICE á meðan.
Mánudagur 26. mars 201214:36 Samband kemst á aftur - engar upplýsingar um eðli eða ástæður bilunar fengust frá rekstraraðila. Samband NORDUnet um DANICE við RHnet slitið siðan kl 06:59. Umferð um FARICE og USA. Ekki vitað um eðli bilunar.
Þriðjudagur 28. febrúar 201206:30 - 07:45 Truflanir á RHnet vegna flutnings á tengipunkti í Tæknigarði. Sambandslaust við aðila á safnsamböndum við Símann og Vodafone. Minnkuð umfremd á öðrum samböndum. Vegna mistaka varð einnig rof RIX sambandi NORDUnet frá kl 06:36 til 07:12 eða á sama tíma og RIX samband RHnet lá niðri vegna flutninga.
Mánudagur 12. desember 201114:06 Viðgerð lokið -- samband kemst á aftur. 13:15 Sambandslaust við tengipunkt RHnet á Akreyri. Bæði aðalsamband og varasamband eru rofinn að því er virðist vegna bilunar í tengibúnaði í dælustöð Tengis við Þórunnarstræti. Unnið er að viðgerð.
Föstudagur 25. nóvember 201112:00 Samband kemst á aftur. Bilun í netbúnaði hjá Vodafone.Fimmtudagur 24. nóvember 201120:14 Ítrekun á bilun við stjórnborð Vodafone 13:40 Aðalsamband um ljósleiðara Fjarska til Akureyrar óvirkt. Umferð á varasambandi um örbylgjukerfi.
Föstudagur 11. nóvember 2011Uppsetningu á tengipunkti RHnet í Hafnarfirði lokið. Tengipunktu er hýstur hjá ThorDC við Steinhellu og er tvítengdur á 10Gbs við 10G hring RHnet í Reykjavík. NHPC (Nordic High-Performace Computing Cluster) tengt RHnet.
Föstudagur 30. september 2011Skipt um ljósbúnað á sambandi milli Sturlugötu 8 og Tæknigarðs á Giga-hring RHnet. 10G búnaður ekki skv. gæðastöðum. PeakOptical sett í staðinn.
Miðvikudagur 28. september 201112:30 Lokið við uppsetningu á 10G búnaði á Grensás. Unnið að útskiptingu á rúterbúnaði í tengipunkti RHnet á Grensás (hjá Orkustofnun) - búast má við smávægilegum truflunm milli kl 09:00 og 12:00.
Sunnudagur 4. september 2011Bilun í beini RHnet á Bústaðavegi (hjá Veðurstofu Íslands) olli sambandsleysi á RHnet milli kl 18:15 og 19:40. Vélbúnaður endurræstur.
Laugardagur 27. ágúst 2011Aðalsamband (10G) NORDUnet um DANICE til Reykjavíkur slitið síðan 05:23 í morgun vegna bilunar í ljósleiðara Mílu í Hafnarfirði. Umferð RHnet/NORDUnet beint um FARICE til London.
Fimmtudagur 17. febrúar 201113:00 - 14:30 Unnið að uppfærslu á rúter í tengipunkti RHnet við Hringbraut (hjá Landspítala). Umferð milli Hringbrautar og Sturlugötu beint um gigahring. Stuttar truflanir verða á samböndum Landspítla, Krabbameinsfélags og Háskólans í Reykjavík. Tekinn verður úr þjónustu C4908 sem þjónað hefur RHnet dyggilega í 8 ár: Cisco Internetwork Operating System Software IOS (tm) L3 Switch/Router Software (CAT2948G-IN-M), Version 12.0(10)W5(18g) RELEASE SOFTWARE Copyright (c) 1986-2001 by cisco Systems, Inc. Compiled Thu 19-Apr-01 12:09 by integ Image text-base: 0x60010928, data-base: 0x605E6000 ROM: System Bootstrap, Version 12.0(7)W5(15a) RELEASE SOFTWARE hringbraut uptime is 8 years, 31 weeks, 20 hours, 16 minutes System restarted by power-on at 16:07:43 UTC Tue Jul 16 2002 System image file is "bootflash:cat2948g-in-mz.120-10.W5.18g.bin" cisco Cat4908G (R5000) processor with 49152K/16384K bytes of memory. R5000 processor, Implementation 35, Revision 2.1 Last reset from power-on 8 Gigabit Ethernet/IEEE 802.3z interface(s) 121K bytes of non-volatile configuration memory. 16384K bytes of processor board Boot flash (Read/Write)
Þriðjudagur 8. febrúar 201109:30 - 11:30 Unnið að uppfærslu á rúter í tengipunkti RHnet við Skúlagötu (hjá Hafró). Umferð milli Skúlagötu og Tæknigarðs beint um gigahring, truflanir verða á samböndum Hafró og Listaháskólans á tímabilinu.
Þriðjudagur 21. desember 2010Samband Háskólans í Reykjavík virkjað í tengipunkti RHnet við Hringbraut. HR nú tvítengdur við RHnet.
Mánudagur 20. desember 201016:04 Samband á FARICE komið í lag. Samband NORDUnet til London slitið síðan 12:25. Svo virðist sem tenging NORDUnet við FARICE rofin vegna slita á ljósleiðara í Reykjavík. Vegna slita á Greenland-Connect er RHnet nú eintengt við umheiminn.
Föstudagur 17. desember 2010Greenland Connect slitin í sjó um 350m frá ströndinni í Nuuk. Viðgerðarskip er væntanlegt á staðinn 3. janúar 2011 og búist er við að viðgerð ljúki 7. janúar ef veður leyfir.Mánudagur 13. desember 2010Samband NORDUnet við Ameríku um Greenland-Connect sæstreng er slitið vegna bilunar milli Nuuk á Grænlandi og Milton í Kanada. Umferð til Norður Ameríku flutt um Evrópu.
Mánudagur 28. nóvember 201013:00 Lokið flutningi vefþjóns RHnet á nýjan vélbúnað. Nafnaþjónn var settur upp í gærkvöldi. Enn er sambandslaust við proxy- og usenet þjóna.
Laugardagur 27. nóvember 2010Vélarbilun varð í tveimur þjónustuvélum RHnet í nótt. Sambandslaust er því við vef-, proxy- og usenetþjóna RHnet. Einnig er annar af tveimur nafnaþjónum óstarfhæfur. Unnið er að viðgerð.
Föstudagur 26.nóvember 2010Bilunar varð vart í Ameríkusambandi NORDUnet (milli St. Johns og Reykjavíkur) seinni partinn í gær. Mikið pakkatap er á sambandinu og hefur NORDUnet komist að því að eitt af fjórum undirsamböndum er í ólagi. Umferð til Ameríku beint um Evrópu á meðan viðgerð stendur.
Miðvikudagur 17. nóvember 2010Vegna mistaka við raflagnavinnu í vélasal á Bústaðavegi missti rúter RHnet þar allt afl milli kl. 12:08 og 12:50. Við það rofnaði samband RHnet við Veðurstofu Íslands.
Fimmtudagur 28. október 2010Bilun í ljósleiðara hjá Gagnaveitu veldur sliti á gigahringssambandi RHnet milli Ofanleitis og Bústaðavegar. Umferð beint framhjá.
Miðvikudagur 22. september 2010Rafmagn fór af miðbæ Reykjvíkur um kl 23:30 þriðjudagskvöld. Þetta olli straumleysi í vélasal Hafrannsóknastofnunar þar sem tengipunktur RHnet er staðsettur. Sambandslaust við Hafrannsóknastofnun og tengdar stofnanir ásamt Listaháskóla þar til rafmagni var komið á vélasal að nýju um kl 09:00
Mánudagur 20. september 201009:30 Tenging Háskóla Íslands uppfærð í 10Gbs og færð í tengipunkt RHnet í Sturlugötu.
Fimmtudagur 5. ágúst 201022:00 Ameríkuumferð RHnet beint um Evrópu, framhjá biluðum búnaði í New-York. Vegna bilunar í NORDUnet beini í New-York eru verulegar tafir og vandmál við umferð RHnet til Norður-Ameríku, sérstaklega til USA. Bilun veldur verulegu pakkastærðarháðu pakkatapi á NA samböndum. Viðvarandi síðan kl 17:30 á miðvikudag.
Þriðjudagur 27. júlí 201010:30 Flutningum lokið. Frá kl 09:00 til 11:00 verða áfram stuttar truflanir á samböndum RHnet í Tæknigarði, framhald vinnu sem hófst í gær, mánudag.Mánudagur 26. júlí 2010Frá kl 09:00 til 11:00 verða einstaka truflanir á samböndum RHnet í Tæknigarði. Unnið er að flutningi sambanda af eldri beinum RHnet í Tæknigarði og fyrsta 10G sambandið á ljósleiðarahring RHnet tekið í notkun milli Tæknigarðs og Sturlugötu.
Þriðjudagur 30. mars 2010Vegna bilunar í rúter hjá RHnet voru truflanir á samböndum RHnet við Háskóla Íslands og við Keili á Suðurnesjum milli kl 10:45 og 11:15 í dag.
Miðvikudagur 24. mars 2010Um kl 14:00 í dag var lokið við að færa umferð RHnet við NORDUnet yfir á tvö 10Gbs sambönd. Þetta þýðir að burðargeta sambands RHnet við NORDUnet verður 20Gbs. Umferð verður ósamhverf fyrst um sinn, þar sem framhaldssambönd NORDUnet til Danmerkur, Bretlands og Kanada eru ekki öll jafn stór.
Miðvikudagur 3. mars 2010Sambandslaust við Google í u.þ.b klukkustund vegna mistaka við leiðarstjórn hjá NORDUnet.
Mánudagur 25. janúar 2010Sambandslaust við Krabbameinsfélag Íslands milli klukkan 13:40 og 16:07 vegna bilunar í ljósleiðarakerfi Gagnaveitu.
Föstudagur 20. nóvember 200915:00 Samband við ORF á nýjum stað komið á um safntengingu við Vodafone. 11:56 Tenging við ORF (Landbúnaðarháskólann) liggur niðri vegna flutninga.
Miðvikudagur 28. október 2009NORDUnet hefur lokið tengingu á 2.5G OC48 straum frá tengipunkti NORDUnet í Reykjavík, um FARICE streng til Skotlands og þaðan áfram til London. RHnet er nú tvítengt á ný við umheiminn.
Mánudagur 26. október 200919:30 Samband á aðalsambandi komið á. Samband RHnet við Akureyri er rofið síðan kl 12:51 vegna bilunar í ljósleiðarakerfi Fjarska við Geitháls.
Laugardagur 26. september 2009Um kl 10:00 var umferð RHnet til NORDUnet flutt á 1Gb tengingu við nýjan NORDUnet tengipunkt í Sturlugötu 8 í Reykjavík. Þessi tengipunktur er síðan tengdur bakbeini NORDUnet á 10Gb STM-192 sambandi um DANICE til Danmerkur. 2xSTM-1 sambönd RHnet á CANTAT-3 við NORDUnet hafa verið lögð niður, ásamt STM-1 samband við TATA í New York.
Miðvikudagur 22. júlí 200918:28 Tengingar til NORDUnet um CANTAT-3 í lag. Bilun reyndist vera í straumfæðingu strengsins frá Þýskalandi. Öll sambönd RHnet um CANTAT-3 við umheiminn eru rofin síðan kl. 13:10 í dag. Ekki liggja fyrir öruggar upplýsingar um eðli bilunar en svo virðist sem CANTAT-3 sé alveg óstarfhæfur, hugsanlega vegna straumleysis í Þýskalandi. Samband RHnet við umheiminn er nú á neyðartengingu um kerfi Vodafone, á mjög minnkuðum afköstum.
Föstudagur 17. júlí 2009Tengipunktar RHnet á Bifröst og á Hvanneyri sambandslausir eftir að varafl þeirra rann út um kl. 00:46 og til kl. 05:19. Tilkynnt fyrirfram vegna viðhalds RARIK.
Miðvikudagur 24. júní 2009Samband við NORDUnet á hálfum afköstum frá kl 13:52 til 14:16 og aftur frá 15:34 til 16:01 vegna bilunar í ljósleiðara á Suðurlandi (ndn-rhnet).
Mánudagur 6. apríl 200919:41 Viðgerð lokið. Umferð á aðalsambandi. 14:08 Staðfest ljósleiðaraslit við Kolviðarhól. Áætlaður viðgerðatími um fjórar klukkustundir. Fjarski tilkynnir slit á ljósleiðara yfir Sprengisand til Akureyrar. Bilun líklega við Kolviðarhól. Samband RHnet við Akureyri því á varasambandi síðan kl 13:26 með minnkuðum afköstum.
Laugardagur 4. apríl 2009Sambandslaust við Akureyri vegna rafmagnsleysis í tengipunkti RHnet á Akureyri. Bæði aðalsamband og varasamband óvirk frá kl 11:39 til kl 12:19.
Föstudagur 27. mars 200910:27 Samband kemst á aftur, viðgerð lokið. Annað af tveimur samböndum RHnet til NORDUnet (ndn-rhnet) rofið síðan kl 07:36 í morgun. Um er að ræða ljósleiðaraslit á Laugarvatni, sem rýfur tengingu frá Reykjavík til Vestmannaeyja. Verulegar truflanir á útlandasambandi þar sem tengingar sem eftir eru anna ekki álaginu.
Þriðjudagur 17. mars 200913:45 Vegna mannlegra mistaka hjá NORDUnet var rangur rúter stöðvaður vegna viðhalds í Öreastad í Danmörku þar sem tengingar RHnet koma inn í NORDUnet. Þetta olli slitum á báðum samböndum RHnet. Bæði sambönd RHnet við NORDUnet óvirk frá 13:00 til kl 13:22. Eðli og staðsetning bilunar ekki þekkt.
Þriðjudagur 10 mars 200917:45 Viðgerð lokið og samband kemst á aftur. Annar af tveimur STM-1 straumum RHnet til NORDUnet er rofinn síðan kl 15:09 í dag vegna ljósleiðaraslita á Hólmsheiði við Reykjavík á leið til Vestmannaeyja. Verulegar truflanir eru á útlandasambandi RHnet af þessum sökum, þar sem eftirlifandi tengingar anna ekki álagi. Búist má við að viðgerð taki einhverjar klukkustundir.
Mánudagur 16. febrúar 2009Verulegar truflanir urðu á öllum útlandasamböndum RHnet milli kl 16:30 og 17:00 í dag. Þetta orsakaðist af gölluðum BGP skeytum sem áttu upptök sín (fyrir slysni) frá ónefndum netþjónustuaðilum í Tékklandi. Þessar skeytasendingar ollu núllstillingum á rútuskiptum milli RHnet annars vegar og NORDUnet og TARA i New York annarsvegar. Vegna elli hugbúnaðar í beinum RHnet urðu truflanir meiri en annars hefði verið. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir endurtekningu á þessu vandmáli, þar til uppfærslu hugbúnaðar í beinum RHnet hefur farið fram.
Mánudagur 29. desember 2008Annar af tveimur STM-1 straumum RHnet til NORDUnet (#2) óvirkur síðan kl 10:08 vegna ljósleiðaraslits í kerfi Gagnaveitu í Reykjavik. Búist er við að viðgerð ljúki fyrir kl 23:00 -- Áhrif á umferð eru enginn vegna lítils álags.
Mánudagur 1. desember 2008Samband RHnet við Kennaraháskóla Íslands í Stakkahlíð lagt niður vegna sameiningar KHI við Háskóla Íslands. Stakkahlíðarsvæði nú tengt neti HÍ beint.
Laugardagur 29. nóvember 200814:25 Samband kemst á aftur -- Vodafone reyndist hafa fjarlægt sambandið í miðbæjarsímstöð - fyrir mistök vegna ófullnægjandi skráningar þeirra á notkun viðkomandi ljósleiðara. Annað af tveimur tengingum (#2) RHnet við NORDUnet rofið síðan kl 23:40 á föstudag. Engar upplýsingar um bilun frá TATA né Vodafone.
Miðvikudagur 26. nóvember 200813:50 samband er komið á aftur. Samband á RHnet við Landgræðslu ríkisins rofið síðan kl 13:10. Bilun á IP neti Vodafone á Suðurlandi.
Laugardagur 15. nóvember 2008Skilyrtri tilkynningu AS15474 til TATA Communications í New York hefur nú verið breytt og varasamband RHnet við virkjað til að taka við yfirfalli af NORDUnet samböndum sem undanfarnar vikur hafa verið yfirlestuð. Nokkurn tíma mun taka að setja upp stýringar á umferð, þannig að viðunandi jöfnuður náist milli sambandanna (þ.e. 310Mbs til NORDUnet og 155Mbs til New York). Til að byrja með verður einungis umferð til og frá tengipunktum á austurströnd Norður Ameríku veitt um þetta samband. Þetta er gert með því að breyta tilkynningu AS15474 frá AS6453 samkvæmt RFC1997 og því háð því hvernig rúterar þeirra túlka þessa leiðbeinandi parametra í BGP tilkynningum. Öruggt er að einhverjar tengingar verði ósamhverfar meðan á þessu stendur.
Mánudagur 27. október 200820:06 Viðgerð á ljósleiðara milli Bústaðavegar og Ofanleitis lokið. 19:04 Samband til Akureyrar kemst á aftur. Samband milli Bústaðavegar og Ofanleitis ennþá rofið. Engar tilkynningar frá Gagnaveitu um hvenær búist er við að viðgerð þess ljúki. 14:00 Samkvæmt upplýsingum frá Fjarska má nú búast við að viðgerð ljúki milli kl 16:30 og 17:00. Samband RHnet við Akureyri rofið frá kl 10:40 -- samband á RHnet hring í Reykjavík milli Bústaðavegar og Ofanleitis einnig rofið frá sama tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Fjarska er ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur við Sléttuveg í Reykjavík slitinn. Tenging RHnet við Akureyri er á varasamband með verulega minkuðum afkstum.
Laugardagur 4. október 200800:17 Samband kemst á aftur. Samband við NORDUnet á hálfum afköstum síðan kl 16:35 vegna bilunar í annari af tveimur tengingum til Vestmannaeyja. Veldur töfum og truflunum á sambandi RHnet við umheiminn vegna yfirálags á tengingu sem órofinn er. Ekki liggja fyrir upplýsigar um eðli bilunar.
Miðvikudagur 1. október 200811:19 Samband RHnet við Akureyri lagfært. 09:32 Samband við NORDUnet og samband milli Grensáss og Keldnaholts koma upp, samband til Akureyrar ennþá rofið. 09:00 Viðgerð tók lengri tíma en áætlað var, sambönd ennþá rofin. Skipulögð viðgerð Gagnaveitu á ljósleiðurm við Bíldshöfða hóst kl 01:29, áætluð verklok um kl 06:00. Samband RHnet við Akureyri, annað af tveimur NORDUnet samböndum, og tenging á gigahring milli Grensáss og Keldnaholts rofin.
Miðvikudagur 24. september 200823:32 Viðgerð lýkur, fullt samband kemst á aftur. 17:30 Bilun reynist við Selfoss, en engar frekari upplýsingar um eðli eða viðgerðartíma liggja fyrir. Önnur af tveimur tengingum RHnet við NORDUnet rofinn frá kl 15:12. Virðist vera vegna ljósleiðarabilunar milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Þar sem burðargeta annarar tengingarinnar nægir hvergi nærri fyrir umferð RHnet eru nú verulegar tafir og truflanir á útlandasambandi RHnet. Sjá http://www.rhnet.is/cgi-bin/getstatus-gen/nordunet
Sunnudagur 21. september 2008Bilun í öðrum af tveimur hring-rúterum RHnet í Tæknigarði olli verulegum truflunum á tengingu Háskóla Íslands við RHnet frá kl 23:13 á laugardagskvöld. Einnig varð sambandslaust við Akamai stæður og fjarfundakerfi. Rúter kemst í lag um kl 11:30 en tenging HÍ verður færð annað.
Fimmtudagur 4. september 2008Aflgjafi í tengipunkti Fjarska á Akureyri bilaði um kl 14:16 í dag. Þetta olli algeru sambandsleysi á RHnet við Akureyri (þar sem bæði aðalsamband og varasamband RHnet fara um þennan punkt). Viðgerð lauk um kl 14:30.
Föstudagur 1. ágúst 200816:30 Skv upplýsingum frá OR var um bilun að ræða í tengivirki í Höfðahverfi, sem olli báðum neðangreindum bilunum. Viðgerð á NDN sambandi lokið, en ekki á RHnet hring. Annað af tveimur STM-1 samböndum við NORDUnet rofið frá kl 14:13, kemur upp aftur kl 15:20. Samband á RHnet hring milli Grensáss og Keldnaholts slitið síðan 31/07 kl 17:30. Óveruleg áhrif á umferð, unnið er að greiningu, en ljóst að ekki er um umfangsmikið ljósleiðaraslit að ræða.
Þriðjudagur 22. júlí 2008Samband við RHnet tengipunkt í Ofanleiti (hjá Háskólanum í Reykjavík) slitið frá kl 09:41 til 10:01 vegna rafmagstruflana í vélasal HR. Samskonar truflanir aftur kl 12:22-12:42 og 13:09-13:17. Unnið er að greiningu.
Miðvikudagur 11. júní 200819:05 Viðgerð lokið samband RHnet til Akureyrar komið á aftur. Aðalsamband RHnet til Akureyrar er rofið vegna slits á ljósleiðara Fjarka milli milli Kolviðarhóls og Írafossstöðvar. Unnið er að viðgerð -- umferð til Akureyrar er á varasambandi með verulega minkuðum afköstum.
Miðvikudagur 14. maí 200816:40 Samkvæmt upplýsingum frá OR slitnuðu tveir 96 leiðara strengir við Bústaðaveg í dag. Unnið er að viðgerð og búist við að henni ljúki um kl 02:00. Beint samband á gigahring RHnet milli Ofanleitis (HR) og Keldnaholts er slitið vegna bilunar í ljósleiðara (sennilega við Krókháls) síðan 14:48.
Laugardagur 5. apríl 200818:53 Viðgerð á sviss Fjarska lýkur. Samband kemst á aftur. 14:50 Samkvæmt síðustu upplýsingum frá Fjarska, virðist sem aflgjafi í sviss hjá þeim hafi bilað. Reynt verður að skipta milli 16:00 og 17:00 í dag, en sé bilun víðtækari má búast við lengri tíma þar til hægt verður að skipta um tækið í heild. Sambandslaust er á RHnet við Akureyri, síðan kl 12:35 í dag. Bæði aðalsamband um ljósleiðara Fjarska um hálendi, og varasamband eru óvirk. Sambandslaust er því við Háskólann á Akureyri og við FSA. Unnið er að greiningu, en vandamálið virðist liggja í rúter/sviss á samböndum Fjarska í Dælustöð Hitaveitunnar.
Mánudagur 31. mars 2008Vegna bilunar í rafkerfi OR er rafmagnslaust í tengipunkti RHnet á Keldnaholti síðan kl 12:16. Varaflgjafi RHnet rann út kl 13:57 og því er nú sambandslaust við LBHI á Keldnaholti og við Nýsköpunarmiðstöð tengingar við Hvanneyri og Bifröst eru á varasamböndum.
Miðvikudagur 27. febrúar 200822:01 Samband milli Bústaðavegar og Ofanleitis kemst á. 21:17 Samband til Akureyrar kemst á. 16:45 Samkvæmt upplýsingum frá Fjarska/Gagnaveitu er slitinn 48-para strengur við Sléttuveg í Reykjavík. Búast má við að viðgerðum ljúki fyrir kl 23:00 í kvöld. Samband á ljóshring RHnet milli Bústaðavegar og Ofanleitis er rofið, frá kl 15:07. Virðist vera vegna bilunar í ljósleiðara hjá Gagnaveitu. Af sömu ástæðu er sambandslaust á aðalsambandi RHnet við Akureyri, umferð þangað er beint um varasamband með verulega minnkuðum afköstum.
Miðvikudagur 30. janúar 200820:00 Samband #2 við NORDUnet hefur verið lagað, og umferð færð á það á ný. Truflanir vegna óútskýrðar bilunar í burðarneti TDC í Danmörku. Vegna mikilla truflana a öðru af tveimur samböndum RHnet við NORDUnet (#2) hefur reynst nauðsynlegt að loka sambandinu alveg. Þessar bilanir hófust 19. janúar og hafa verið versna síðan. Nú er svo komið að sambandið er ónothæft. VNSL hefur ekki tekist að finna hvar bilunin liggur, og því ekki tekist að laga vandamálið. Samband við NORDUnet er því á hálfum afköstum með tilsvarandi töfum.
Mánudagur 21. janúar 2008RHnet sambandslaust með öllu, bæði innan-nets og við umheiminn milli 12:20 og 12:59 vegna bilunar í UPS hjá RHnet.
Föstudagur 18. janúar 200819:22 Viðgerð lýkur og samband kemst á aftur. Annar af tveimur (#2) STM-1 straumum RHnet til NORDUnet er óvirkur. Bilun varð kl 13:48 í ljósleiðara einhverstaðar í Þrengslum, og þar með ekkert samband við CANTAT í Vestmannaeyjum. Viðgerðaflokkar hafa verið sendir af stað, en ekki er vitað um eðili bilunar. Umferð RHnet til NORDUnet er því aðeins á hálfum afköstum, með tilheyrandi töfum.
Þriðjudagur 11. desember 200712:10 Samband kemst á aftur -- ekki vitað um eðli bilunar. Annar af tveimur (#1) STM-1 straumum RHnet til NORDUnet er óvirkur síðan kl 11:04. Burðargeta til NORDUnet því einugis 155Mbs og geta menn því búist við verulegum töfum á umferð.
Þriðjudagur 4. desember 2007Vegna bilunar á IP neti Símans slitnuðu samtengisambönd RHnet um RIX við Símann, Skyrr og FSnet frá kl 09:32 til 10:43. Umferð við þessa aðila beint um útlandsambönd á meðan.
Fimmtudagur 22. nóvember 2007
01:16 Viðgerð á ljósleiðara lokið ... öll sambönd RHnet í lagi.Miðvikudagur 21. nóvember 2007
20:30 Bilun í ljósleiðara við Bíldshöfða reynist víðtækari en áður var talið. Nú er ekki búist við að viðgerð ljúki fyrr en um kl 07:00 í fyrramálið. 15:00 Skv. OR er bilun í 96 leiðara streng við Bíldshöfða, unnið er að viðgerð og búist við að sambönd komist á aftur fyrir 21:00 í kvöld. Ljósleiðari OR slitnaði kl 12:09 í dag, eftirfarandi sambönd RHnet eru slitinn af þessum sökum: - Aðalsamband RHnet við Akureyri (umferð á varasambandi, með minnkuðum afköstum) - Tenging á Gigahring milli Grensásvegar og Keldnaholts (hefur ekki áhrif á umferð vegna hringtengingar) - Annað af tveimur STM-1 samböndum við NORDUnet, tenging við NORDUnet á hálfum afköstum. Unnið er að viðgerð.
Fimmtudagur 27. september 2007
15:35 Samband við Akureyri kemst á aftur -- viðgerð lokið. 14:30 -- Viðgerð stendur ennþá yfir -- hefur tafist vegna slæmra aðstæðna á verkstað. Fjarski tilkynnir að nú sé búist við að viðgerð ljúki um kl 15:30. 09:30 Bilun í ljósleiðara Fjarska kl 08:11 veldur sambandsslitum á aðalsambandi RHnet til Akureyrar. Umferð er á varasambandi með minnkuðum afköstum. Unnið er að viðgerð (en skv. upplýsingum frá Fjarska virðist sem leiðari hafi verði grafinn í sundur af jarðvinnuvélum).
Miðvikudagur 18. júlí 2007
22:47 Samband við NORDUnet í lag. Önnur af tveimur STM-1 línum RHnet rofinn síðan kl 17:09. Bilun í ljósleiðara Símans milli Laugarvatns og Minni-Borgar í Grímsnesi veldur sliti á sambandi á þessari línu til NORDUnet. Tenging við NORDUnet á hálfum afköstum.
Föstudagur 6. júlí 2007
Unnið að endanlegri viðgerð á ljósleiðurum OR við Selfoss, samband á STM-1 tengingu RHnet um kerfi Vodafone slitið milli 01:06 og 05:41. Tenging við NORDUnet á minnkuðum afköstum.
Fimmtudagur 5. júlí 2007
Bilanir í ljósleiðarakerfi OR og Vodafone valda slitum á öðru sambandni RHnet við NORDUnet milli 02:04 og 04:27 Tenging við NORDUnet á minnkuðum afköstum.
Miðvikudagur 4. júlí 2007
17:23 Samband kemst á aftur. Önnur af tveimur STM-1 línum RHnet rofinn síðan kl 09:55. Bilun í kerfi Vodafone milli Borgartúns og Selfoss. Unnið að viðgerð.
Fimmtudagur 7. júní 2007
09:27 Samband kemst á aftur. Skv. upplýsingum frá Vodafone höfðu þeir gleymt að tengja þetta aftur. Vegna uppfærslum Vodafone á STM-1 búnaði innanlands var tilkynnt um rof á öðru af tveimur samböndum RHnet við NORDUnet milli kl 03 og 06 í nótt. Þessi uppfærsla fór fram, milli kl 03:04 og 03:09, en samband fór niður aftur kl 03:25 og er ennþá rofið. Unnið er að því að kanna hvað fór úrskeiðis.
Sunnudagur 3. júní 2007
Klukkan 21:30 lýkur viðgerð á austurlegg CANTAT-3 sæstrengins sambönd RHnet við NORDUnet komast á á ný og umferð færist af varasamböndum á aðalsamband á fullum afköstum.Föstudagur 25. maí 2007
10:00 Komið hefur í ljós að bilun liggur í CANTAT-3 sæstrengnum. Hann er þó ennþá straumfæddur, þrátt fyrir bilun og varasamband RHnet til New-York ennþá virkt. Bæði sambönd RHnet við NORDUnet niðri síðan kl 04:21 í nótt. Unnið er að viðgerð, en bilun er að öllum líkindum einhverstaðar í Danmörku. Umferð á varasamböndum á minnkuðum afköstum.
Miðvikudagur 23. maí 2007
Tengipunktur RHnet við Bústaðaveg (hjá Veðurstofu Íslands) rafmagnslaus milli kl 11:58 og 12:11 í dag, vegna mistaka við vinnu í tengiskáp. Veðurstofa sambandslaus við RHnet á meðan.
Fimmtudagur 3. maí 2007
Vegna uppfærslu á beinum í tengipunkti NORDUnet í Örestad í Danmörku, fór umferð RHnet til NORDUnet um varasambönd milli kl 07:24 og 07:32
Miðvikudagur 2 maí 2007
11:30 Samkvæmt upplýsingum frá Fjarska var bilun vegna þess að straumlaust varð á hússveitu á Geithálsi en það er fyrsti Hnútpunktur Fjarska á leiðinni út úr bænum. 11:10 Samband RHnet við Akureyri á varasambandi milli kl 10:07 og 10:56 vegna bilunar í safntengingu Fjarska til Akureyrar. Umferð á varasambandi á meðan á mjög minnkuðum afköstum.
Mánudagur 30. apríl 2007
Vegna flutnings ljósleiðara á vegum Orkuveitu, var samband við Hvanneyri og Bifröst á varasambandi frá kl 01:07 til kl 05:46.
Sunnudagur 22. apríl 2007
Tengingar RHnet á CANTAT-3 niðri frá kl 06:25 til 07:36, umferð á varasambandi við Símann á meðan. Ekki liggja fyrir upplýsingar frá VNSL eða NORDUnet um eðli þessarar bilunar.
Þriðjudagur 10. apríl 2007
15:43 Samband á CANTAT-3 komið á. Umferð á aðalsambandi. 14:21 Samband RHnet við NORDUnet um CANTAT-3 tekið niður vegna viðgerða á sæstreng. Búist er við að þessi aðgerð taki u.þ.b klukkustund og þá verði reynt að straumfæða strenginn á ný frá viðgerðarskipi og strengurinn verði þannig nothæfur til Evrópu meðan á viðgerð stendur (sem getur tekið 5-7 daga). Umferð RHnet við útlönd á varasambandi á meðan.
Fimmtudagur 5. apríl 2007
05:53 Samband kemst á aftur eftir viðgerð á ljósleiðara við Vesturlandsveg. Umferð aftur kominn á aðalsambönd.Miðvikudagur 4. apríl 2007
Tenging milli Keldnaholts og Hvanneyrar biluð síðan kl 19:45. Samkvæmt upplýsingum frá Fjarska er um ljósleiðaraslit að ræða og unnið er að viðgerð. Umferð til Bifrastar og Hvanneyrar á varasambandi.
Þriðjudagur 20. febrúar 2007
Tenging RHnet við RIX slitnaði í u.þ.b. 12 mín frá kl 10:50 til 11:02 vegna bilunar í rúter. Þetta olli truflunum á samböndum innanlands og við fjarfundabúnað RHnet.
Miðvikudagur 7. febrúar 2007
Varasamband RHnet við New York endurtengt kl 17:41. Sambandið er nú vera tengt framhjá biluðum vesturlegg CANTAT-3 um austurlegg til Evrópu og þaðan til New York eftir öðrum streng.
Fimmtudagur 18. janúar 2007
14:44 Samband við NORDUnet komið á aftur um CANTAT-3, sem hefur verið straumfæddur á ný. Þessi endurlífgun hans er tímabundin þar til viðgerð getur hafist vegna veðurs.
Laugardagur 13. janúar 2007
14:36 Fyrirfram tilkynnt viðgerð á CANTAT-3 hafinn. Samböndum RHnet við NORDUnet lokað, en umferð beint á varasambönd við Símann og Vodafone. Samkvæmt áætlun VSNL International munu sambandsslit vara í 10 daga, eða eins og fram kemur í tilkynningu þeirra: Description: Repair operation of CANTAT-3 F1 Depowering the cable for repair The ccts non restorable will be down during all the activity . Scheduled Planned Start Date (UTC): january 13, 2007 00:00:00 Scheduled Planned End Date (UTC): january 23, 2007 00:00:00 Outage window (DDD:HH:MM:SS): 010:00:00:00 Outage duration: 1x Equal 10 Days
Þriðjudagur 19. desember 2006
14:01 Samband við NORDUnet kemst á aftur -- viðgerð í Danmörku lokið. 10:50 Samkvæmt upplýsingum frá Símanum liggur bilun í sambandi RHnet við NORDUnet milli Kolding og Kaupmannahafnar í Danmörku. Þessi bilun virðist því óháð bilunum á CANTAT sem plaga hafa okkur síðustu daga. Því miður er varasamband við New York ennþá óvirkt vegna CANTAT-3 bilunar, og RHnet því sambandslaust með öllu. 09:52 Bæði sambönd RHnet til NORDUnet eru slitin. Varasamband óvirkt vegna bilunar í CANTAT-3, því er RHnet nú án sambands við umheiminn. Orsök bilunar óþekkt, en örugglega tengd bilun í CANTAT milli Kanada og Íslands.
Sunnudagur 17. desember 2006
19:27 Aðalsambönd við NORDUnet um Danmörk komin á. Varasamband við New-York liggur ennþá niðri. Endanlegar skýringar ekki fengnar, en allt bendir til að bilun hafi verið í straumfæðingu milli Vestmannaeyja og Pennant Point í Kanda. 16:00 Enn liggja ekki fyrir ákveðnar upplýsinar um eðli bilunar á CANTAT-3. Beðið er eftir því að TeleGlobe og Síminn breyti straumfæðingu strengsins þannig að hægt sé að koma upp öðrum hvorum legg sambandsins (þ.e. Ísland - New York eða Ísland - Evrópa). Þangað til liggur samband RHnet við NORDUnet niðri. 01:58 Truflanir raktar til líklegarar bilunar í einangrun einhverstaðar milli Íslands og Kanada. TeleGlobe hefur ekki breytt straumfæðingu þannig að leggur milli Íslands og Evrópu komist í lag, sennilega vegna þess að vissa liggur ekki fyrir um eðli bilunar.Laugardagur 16. desember 2006
Allt samband við NORDUnet liggur niðri síðan um kl 23:30 vegna bilunar í CANTAT-3. Bæði aðalsambönd til Danmerkur og varasamband til New York eru biluð.
Föstudagur 8. desember 2006
10Mbs varasamband til Akureyrar um net Fjarska virkjað, kemur í stað 2Mbs frame-relay sambands á ATM neti Símans sem lagt verður niður. Varasambandið tekið inn í tengipunkti RHnet við Bústaðaveg (hjá Veðurstofu Íslands). Varasambönd til Bifrastar og Hvanneyrar einnig flutt þ.a. þau eru tekinn inn á RHnet á sama stað. Önnur af tveimur STM-1 tengingum RHnet (#2) við NORDUnet í sundur milli kl 01:32 og 03:24. Engar upplýsigar um bilun. Umferð á hinu sambandi á meðan.
Þriðjudagur 21. nóvember 2006
Ljósleiðararhingur RHnet rofinn kl 00:06 milli Grensáss og Keldnaholts vegna viðhaldsvinnu OR. Samband kemst aftur á um kl 04:50. Engar truflanir urðu á samböndum RHnet.
Sunnudagur 29. október 2006
16:23 RIX tenging kemst á aftur. Umferð milli RHnet og innlendra netþjónustuaðila um útlandasamband á meðan. 13:40 Tenging RHnet við RIX slitnar vegna bilunar í rúter hjá RHnet. Ekki vitað hvers eðlis bilun er.
Mánudagur 23. október 2006
Útskiptingu diska og endurbyggingu skráasvæða lýkur 17:00 þriðjudaginn 24. október. FTP þjónn RHnet (ftp.rhnet.is) óstarfhæfur vegna diskabilunar síðan kl 13:00 laugardaginn 21 október. Þrír diskar bilaðu samtímis og því nægðu ekki tveir aukadiskar ("hot-spare"). Unnið er að viðgerð, en óvíst hvenær henni lýkur.
Fimmtudagur 5. oktober 2006
Samband RHnet við Akureyri rofið vegna vinnu Fjarska við ljósleiðarasamband. Akureyrartenging á varasambandi milli kl 05:40 og 06:00 og aftur milli kl 06:25 og 06:45.
Mánudagur 24. júlí 2006
Sambandslaust við tengipunkt RHnet í Ofanleiti (þar sem Háskólinn í Reykjavík tengist) milli kl 20:00 og 20:40. Ástæða ekki þekkt, en rafmagnsleysi í vélasal HR líklegast.
Fimmtudagur 13. júlí 2006
22:32 STM-1 til Danmerkur komið í lag. 21:52 Samband milli Tæknigarðs og Skúlagötu komið í lag. Annað af tveimur STM-1 samböndun RHnet við NORDUnet niðri síðan kl 09:27. Bilun orsakast af bilun í ljósleiðara á vegum OG Vodafone/Orkuveitu í Reykjavík. Búist er við að viðgerð ljúki um kl 18:30. Eitt STM-1 samband annar umferð RHnet eins og er svo að notendur ættu ekki að verða varir við tafir á umferð. Sama ljósleiðarabilun olli rofi á gigahring RHnet milli Tæknigarðs og Skúlagötu.
Þriðjudagur 27. júní 2006
Varasambandi við tengipunkt RHnet á Hvanneyri komið á um net Fjarska kl 16:15. Um er að ræða 100Mbs rás milli Tæknigarðs og Hvanneyrar.
Fimmtudagur 22 júní 2006
Lokið við að koma fyrir tengipunkti RHnet við Bústaðaveg (í húsakynnum Veðurstofu Íslands). Hringurinn var rofinn milli Stakkahlíðar og Ofanleitis um kl 14:30 og nýjum tengipunkti komið fyrir þar á milli. Ekki urðu teljandi truflanir á samböndum á RHnet vegna þessa.
Þriðjudagur 13. júní 2006
Um kl 18:00 var lokið uppsetningu ljósleiðarahrings á Akureyri sem tengir dælustöð Tengis ehf, Háskólann á Akureyri við Sólborg, og FSA við Eyrarveg saman á 1Gbs samböndum. Örstutt slit urðu á tengingum þessara aðila við RHnet meðan á flutningi sambanda stóð.
Fimmtudagur 8. júní 2006
Tengipunktur RHnet við Höfðabakka lagður niður. Vegna þessa er ljóshringur rofinn milli Grenasáss og Keldnaholts síðan 14:20. Stutt slit varð kl 14:44 á sambandi RHnet við Fjárhagsbókhald hjá EJS vegna rangra merkinga á ljósleiðurum.
Miðvikudagur 7. júní 2006
16:46 Samband milli Ofanleitis og Stakkhlíðar komið á aftur. Engar mælanlegar truflanir á samböndum RHnet vegna þessa. Ljóshringur RHnet í Reykjavík rofinn milli Ofanleitis (Háskólans í Reykjavík) og Stakkahlíðar (Kennaraháskólans) kl 13:47 í dag. Unnið er að undibúningi tengingar Veðurstofu Íslands inn a hringinn og búist við að ljósleiðaravinnu ljúki um kl 17:00.
Þriðjudagur 9. maí 2006
Sambönd RHnet við Hvanneyri og Bifröst flutt á ljósleiðara um kl 18:00 í dag. Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur þegar flutt tengingu sína á þetta nýja samband og með því 33-faldað tengihraða sinn við RHnet (úr 30Mbs í 1Gbps). Unnið er að flutningi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri í tengingu yfir þetta samband.
Föstudagur 5. maí 2006
Truflanir á jafningjasamböndum RHnet innanlands milli klukkan 12:30 og 12:50 vegna bilunar í beini hjá RHnet. Ástæða bilunar ófundin.
Föstudagur 7. apríl 2006
Breyting á tengingu RHnet til Vestmannaeyja lokið um kl 09:00. Gerð vegna breytinga á sambandi hjá Og Vodafone.
Þriðjudagur 7. mars 2006
Vegna bilunar við uppfærslu beinis í Örestad, fóru bæði aðalsambönd RHnet við NORDUnet niður kl 06.06 í morgun. Umferð var þegar beint á varasamband um Vestmannaeyjar og New York. Viðgerð lauk um kl 08:38.
Fimmtudagur 5. janúar 2006
Báðar tengingar RHnet við NORDUnet í Örestad niðri milli kl 01:11 og 02:54 í nótt. Umferð á varasambandi um New York á meðan. Skýringar hafa ekki fengist á slitum, en benda til bilunar hjá TDC í Danmörku.
fimmtudagur 17. nóvember 2005
Flutningi DK-enda NRODUnet samband frá Lyngby til Örestad lauk um kl 08:55 í morgun. Flutningur tókst án truflana á samböndum.
mánudagur 12. septermber 2005
13/09 Samband á báðum línum frá kl 09:24. Orsök bilunar óþekkt. 22:00 NORDUnet rúter nú í lagi, önnur af tveimur línum ennþá í sundur. 18:30 Sambandslaust á aðalsambandi við NORDUnet, vegna bilunar í annari af tveimur STM-1 línum og vegna bilunar í rúter á fjarenda. Samband á varaleið (með minnkuðum afköstum).
miðvikudagur 15. júní 2005
Sambandslaust á aðalsambandi við Akureyri milli kl 03:47 og 10:09 vegna bilunar í merkjabreytu á sambandi frá dælustöð að Háskólanum á Akureyri. HA og FSA á varasambandi á meðan.
fimmtudagur 17. mars 2005
Tengipunktur RHnet á Hvanneyri lagður niður. Samband til Hvanneyrar nú hluti af innra neti Landbúnaðarháskóla Íslands sem tengist RHnet á Keldnaholti.
sunnudagur 13. mars 2005
Tengipunktur RHnet á Grensás niðri frá kl 10:16 til kl 11:08 vegna flutnings innan húss hjá Orkustofnun. Beint samband við Fjársýslu ríkisins ásamt sambandi við Orkustofnu niðri á meðan.
föstudagur 25. febrúar 2005
Aðalsamband til Akureyrar niðri milli kl 05:05 og 07:13 vegna viðhalds á ljósleiðara. Sambönd til Akureyrar á "varasambandi". Skipt var um spjald í beini RHnet sem stjórnar varasamböndum á fimmtudagskvöld og varasambönd virkjuð aftur. Þessi sama bilun orsakaði truflanir á samböndum RHnet við önnur net innanlands föstudag 18. feb og aftur þriðudag 22. feb.
miðvikudagur 23 febrúar 2005
Samband RHnet við NORDUnet stækkað í 310Mbs (2x155Mbs STM-1) kl 10:00 Umferð frá NORDUnet fór um New York milli kl 10 og 11 meðan á breytingu stóð.
þriðjudagur 22. febrúar 2005
Sambandlausst við RIX vegna bilunar í rúter hjá RHnet milli kl. 9:30 og 11:00. Virðist vera vegna bilunar í ATM búnaði hjá RHnet. Slökkt hefur verið á varasamöndum á meðan.
föstudagur 18. febrúar 2005
Sambandslaust við RIX (millitengingar innanlands) milli klukkan 19:50 og 20:50 í dag vegna bilunar í RIX beini RHnet. Umferð til og frá aðilum innanlands við RHnet fór um útlandasambönd á meðan.
þriðjudagur 8. febrúar 2005
Samband til Akureyrar á varasambandi síðan 21:32 á mánudag. Bilun í ljósbreytu á Akureyri orsakaði sambandsslit. Breyta endurræst kl 09:28.
Þriðjudagur 28. desember 2004
Rafmagn verður tekið af tengipunkti RHnet á Akureyri um kl 13:00 í dag vegna breytinga á raflögnum. Sambandslaust við Háskólann á Akureyri og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri á meðan.
Þriðjudagur 7. desember 2004
Skráasafn RHnet (ftp.rhnet.is) er niðri vegan viðtækrar og alvarlegrar diskbilunar. Unnið er að viðgerð, en ekki búist við að henni ljúki fyrr en á morgun (miðvikudag).
Föstudagur 5. nóvember 2004
11:16 Straumur kemst á aftur í DK -- umferð á aðalsamband. 10:35 Samband við Danmörku slitið á ný -- enn vegna rafmagnstruflana hjá UNI-C í Kaupmannahöfn. RHnet umferð á varasambandi.
Fimmtudagur 4. nóvember 2004
17:28 Rafmagn kemst á aftur, umferð á aðalsamband. 17:05 Danmörk nú alveg sambandslaus, eftir að varleið um Noreg fór niður. Rafmagnslaust virðist vera í NORDUnet POP í Danmörku. Aðalsamband RHnet við NORDUnet niðri frá kl 16:23 vegna bilunar í Danmörku. Umferð á varasambandi við TeleGlobe um Vestmannaeyjar.
Mánudagur 25. október 2004
Skráageymsla RHnet (ftp.rhnet.is) óstarfhæf vegna diskbilunar frá kl 04:00 til 10:30. Vél endurræst, eðli bilunar óþekkt.
Mánudagur 27. september 2004
09:40 Skv. nýjustu upplýsingum var um að ræða bilun á austurlegg CANTAT-3. Óútskýrð bilun í aðalsambandi til Danmerkur frá kl 4:46 til kl 08:26. Umferð á varasambandi um New York á meðan.
Fimmtudagur 5. ágúst 2004
11:00 Samband norður komið í lag. Orsök bilunnar var rakin til ljósbreytu á tengistað við Þórunnarstræti, Akureyri. Breytan var endurræst og allt virðist virka eðlilega. 07:42 Samband við Akureyri fer niður, varasamband virkar ekki.
Mánudagur 26. júlí 2004
17:00 Samband komið í lag. Bilun virðist hafa verið í grunnkerfi LÍ innanlands. Umferð aftur á aðalsambandi. Bilun í SONET lagi á NORDUnet sambandi RHnet til Danmerkur hófst kl 13:24 í dag. Unnið er að viðgerð, en samband er niðri eins og er og umferð beint um varasamband frá Vestmannaeyjum til New York.
Laugardagur 12. júni 2004
18:49 Samband RHnet til New York komið í lag. Skv upplýsingum frá TeleGlobe var um bilun í laser í endabúnaði CANTAT í Vestmannaeyjum að ræða. Varasamband RHnet um Vestmannaeyjar til New York bilar kl 14:12. Hefur ekki áhrif á umferð á aðalsambandi.
Miðvikudagur 9. júni 2004
00:38 Vinnu lokið og samband kemst aftur á. Rafmagn tekið að Grensás POP RHnet kl 20:35 vegna vinnu við heimtaug.
Fimmtudagur 1. Apríl 2004
16:08 Viðgerð lokið. 10:50 Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Fjarska er búist við að viðgerð ljúki um kl 14:00. 09:27 Samkæmt upplýsingum frá Fjarska var ljósleiðarastrengur við Háskólann grafinn í sundur. Unnið er að viðgerð, en ekki búist við að henni ljúki fyrr en í kvöld. 08:51 Sambandslaust við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og tengipunktur RHnet á Akureyri á varasambandi. Virðist vera vegna bilunar í ljósleiðurum út frá Háskólanum á Akureyri.
Miðvikudagur 28. janúar 2004
Truflanir á samböndum Fjarska á Vesturlandi síðan á miðnætti. Unnið er að viðgerð.
Sunnudagur 18. janúar 2004
16:55 samband kemst á aftur eftir að loopbak á móti RHnet og NORDUnet er sett á og tekið af aftur. Virðist hafa verið SONET protokol vandmál milli beina á endum sambandsins. Samband slitið við NORDUnet síðan kl 12:30. Eðli bilunar óþekkt.
Þriðjudagur 13. janúar 2004
13:37 Samband kemst á aftur. Truflun orsakaðist af straumleysisslysi meðan ótilkynntar breytingar stóðu yfir hjá UNI-C í Danmörku. Samband RHnet við NORDUnet (STM-1) er slitið síðan kl 13:11 í dag. Ekki vitað hvers eðlis bilun er.
Miðvikudagur 5. nóvember 2003
20:45 Sambönd á Bifröst og Hvanneyri í lag. Bilun í burðarörbylgju á Bifröst og Hvanneyri -- á varasambandi frá kl 16:30. Ekki vitað um stöðu viðgerða á þessu. Samband við NORDUnet slitnar kl 01:33 vegna bilunar í CANTAT, kemst á aftur kl 04:39. Ekki vitað hver bilun var.
Miðvikudagur 29. október 2003
Um kl 09:45 í morgun var grafinn í sundur ljósleiðari Fjarska til Akureyrar. Við það var öll umferð leiðarans flutt yfir á varasamband á vegum Fjarska, en það samband annar ekki allri umferðinni. Vitað er hvar bilunin er og búist við að viðgerð taki nokkurar klukkustundir.
Þriðjudagur 23. september 2003
15:40 Samband við NORDUnet kemst á aftur, um leið og rafmagn kemst á í Lyngby og hjá UNI-C. 11:20 Skv. áreiðanlegum heimildum er um að ræða útbreitt rafmagnsleysi í DK. Sjá frétt á mbl.is um víðtækt rafmagnsleysi í Danmörku vegna vetrarstorma. 11:10 Bilun rakin til Danmerkur (Blabjerg eða Lyngby). Unnið er að viðgerð. 11:00 Fyrir liggur að STM-1 sambandið er slitið, og að ekki er um CANTAT-3 bilun að ræða (sem betur fer). Unnið er að bilanaleit frá báðum endum. Samband RHnet við NORDUnet slitið kl 10:38. Ekki liggja fyrir upplýsingar um ástæðu slits.
Laugardagur 20. september 2003
Viðgerð lýkur sunnudag 21. september kl 16:20 en ekki tókst að ljúka viðgerð fyrr vegna veðurs. Eðli bilunar óþekkt. Bilun í örbylgjusambandi um kl 19:00 veldur svo til algerum sambandsslitum á Bifröst og Hvanneyri.
Fimmtudagur 4. september 2003
23:15 truflunum lýkur. Festingar á loftentum ekki nógu traustar þannig að vindáhrif verða of mikil. Miklar truflanir hófust um kl 17:30 á samböndum RHnet á Bifröst og Hvanneyri. Samkvæmt upplýsingum frá Fjarska er orsakanna líklega að leita í veðuráhrifum a örbylgjusambönd til þessara staða.
Fimmtudagur 24. júlí 2003
15:12 Samband til Akureyrar komið í lag. 09:58 Bilun hefur fundist á ljósleiðara Fjarska við Vatnsfell (ofan við Burfellsvirkjun). Þar voru menn við jarðvegsvinnu og er talið að ljósleiðarinn hafi farið í sundur. Menn frá Ljósvirkja eru á leið á staðinn. Bilun í ljósleiðarasambandi til Akureyrar kl 09:00 í morgun. Þar með er tenging RHnet til Akureyrar (Háskólans á Akureyri og Fjórðungssjúkrahúss) á 2Mbs varasambandi. Unnið er að því að finna bilun.
Þriðjudagur 27. maí 2003
12:10 samband kemst á aftur milli Stakkahlíðar og Ofanleitis. Skv. upplýsingum frá Ljósvirkja var ljósleiðarinn grafinn í sundur af aðilum sem voru í jarðvegsframkæmdum án þess að kynna sér teikningar. Verið er að vinna að viðgerð á þessu sambandi. Enn bilar ljósleiðarasamband milli Stakkahlíðar og Ofanleitis. Sambandið slitnaði kl 18:30 í gær en ekki liggja fyrir upplýsingar um eðli þessarar bilunar.
Þriðjudagur 29. apríl 2003
13:21 Samband milli Stakkahlíðar og Ofanleitis kemst á að nýju. Röng tenging sem gerð var í nótt leiðrétt af Ljósvirkja. 10:00 Skv upplýsingum frá Línu.Net er OR að vinna í málinu. Samband milli Stakkhlíðar og Hringbrautar kemst á kl 03:12 og þar með KHÍ í samband við RHnet. Enn er sambandslaust milli Stakkahlíðar og Ofanleitis. Sambandslaust við Stakkahlíð (KHÍ) frá kl 00:10 vegna fyrirfram ákveðinnar vinnu Orkuveitu/LínuNet við ljósleiðara. RHnet var ekki látið vita um þetta fyrirfram og þvi voru ekki sendar út tilkynningar um fyrirhugaða lokun.
Föstudagur 14. mars 2003
Rafmagn kemst á aftur kl 16:15 og þar með samband til OS og FJB Sambandslaust við Grenásás-POP RHnet (þar með Orkustofnun og Fjárhagsbókhald) síðan kl 14:38. Rafmagnslaust er í hverfinu en búist er við að viðgerð taki 1-2 klukkustundir.
Mánudagur 24. febrúar 2003
Samband RHnet við NORDUnet niðri frá kl 07:03 til kl 07:07 vegna flutnings á heimtaug á vegum TDC í tengipunkti RHnet við NORDUnet í Lyngby í Danmörku.
Mánudagur 6. janúar 2003
Samband RHnet við NORDUnet var flutt á nýtt STM-1 (155Mbs) POS samband við NORDUnet POP í Lyngby kl 16:40 í dag.
Fimmtudagur 12. desember
06:30 Beint samband kemst á. Galli í beiningu á viðtökurúter RHnet í Danmörku orsakaði sambandsleysi.Miðvikudagur 11. desember
Beint samband RHnet við NORDUnet slitnar kl 22:30 vegna viðgerða í Danmörku. Umferð á varasambandi LÍ.
Fimmtudagur 5. desember
20:30 Proxy þjónn RHnet kemur upp aftur. Proxy þjónn RHnet tekinn niður kl 16:00 vegna stækkunar á diskum. Bilun kom í ljós í vélinni við þetta svo að óvist er hvenær þessi þjónusta kemst á aftur.
Miðvikudagur 4. desember
Samband á RHnet við NORDUnet, við landsbyggðina og HÍ slitnar vegna rafmagnsvandræða í vélasal RHnet. Vegna breytinga á rafmagnsfæðingu var tilkynnt um 5mín rof á rafmagni. Þetta tók hins vegar mun lengri tíma, þannig að varaaflgjafar RHnet runnu út eftir 20 mín. Sambandsleysi varði í u.þ.b. 10 mín.
Þriðjudagur 29. október 2002
17:14 beint samband kemst á aftur. 16:58 slitnar beint samband RHnet við NORDUnet. Sennilega vegna slitins ljósleiðara í Kópavogi. Umferð beint um varasamband hjá Símanum. Virðist vera sama bilun og þann 24 október sl.
Fimmtudagur 24. október 2002
21:50 Beint samband kemst á aftur. Skv NORDUnet noc var bilun í ljósleiðara í Reykjavík orsök slits. 18:07 Samband til NORDUnet niðri og umferð um varsamband LÍ. Ekki vitað hvar vandamálið liggur.
Föstudagur 27. september 2002
16:10 Vefsel komið í gang aftur -- 30Gig í stað 45 áður þar sem ekki tókst að fá afgreiddan disk í stað þess bilaða. 14:20 Diskur er bilaður í vefseli RHnet (proxy.rhnet.is) - Unnið er að viðgerð.
Fimmtudagur 20. september 2002
Búast má við truflunum á sambandi RHnet við NORDUnet n.k mánudag, 23. sept. vegna uppfærslu á beini í Danmerkurenda sambandsins. Gert ráð fyrir mest 15mín niðritíma á bilinu 07:00 til 08:00
Sunnudagur 9. september 2002
Samband RHnet við NORDUnet um CANTAT-3 komst á um kl 14:40. Umferð RHnet er því ekki lengur á varasambandi LÍ um vesturlegg CANTAT-3 heldur flæðir beint til NORDUnet.
Miðvikudagur 4. september 2002
12:00 Eyða þurfti öllum gögnum af nokkrum diskum á ftp.rhnet.is vegna diskvillu, villan hefur nú verið leiðrétt og erum við að sækja eftirtöld söfn aftur: debian debian-non-US NetBSD Við biðjumst velvirðingar á þessu.
Þriðjudagur 3. september 2002
23:00 Samband RHnet nú á varasambandi um gervihnött. Síminn tilkynnir að samband um CANTAT-3 verði rofið um kl 22:00 í kvöld vegna mælinga og undirbúnings viðgerða. Samband RHnet flyst þá yfir á varasamband um gervihnött en búast má við einhverjum truflunum og töfum vegna þessa.
Fimmtudagur 29. ágúst 2002
Eftirfarandi upplýsingar um CANTAT-3 bilun eru frá Landsíma Íslands: "Nú hefur komið í ljós að Cantat3, sæstrengurinn, er laskaður á milli Færeyja og Bretlands, en ekki slitinn. Einangrun strengsins er rofin og útleiðsla er á rafspennu, en ljósleiðararnir sjálfir eru órofnir. Strengurinn er núna aflfæddur frá báðum endum, þ.e. Kanada og Þýskalandi, út að biluninni. Að sögn Teleglobe, mun viðgerðarskip verða sent af stað er það væntanlegt á staðinn eftir nokkra daga. Þar til viðgerð hefst þá verður hægt að nota strenginn, en gæðin verða skert. Þegar að viðgerð kemur verður spennan rofin og detta þá öll sambönd niður um tíma, en þá mun aflfæðing milli Íslands og Kanada verða sett upp, þannig að vesturleiðin milli Íslands og N-Ameríka verður í lagi meðan á viðgerð stendur. Nú er Síminn að flytja internetsambandið af gervitungli yfir á venjubundna leið á strenginn til Bandaríkjanna. Talsímasamband mun að sinni verða áfram flutt yfir gervitungl."Miðvikudagur 28. ágúst 2002
22:23 CANTAT-3 kemur í lag, og samband RHnet til NORDUnet fært af varasambandi. Eftirfarandi upplýsingar um bilun eru frá Landsíma Íslands: "Nú hefur komið í ljós að Cantat3, sæstrengurinn, er laskaður á milli Færeyja og Bretlands, en ekki slitinn. Einangrun strengsins er rofin og útleiðsla er á rafspennu, en ljósleiðararnir sjálfir eru órofnir. Strengurinn er núna aflfæddur frá báðum endum, þ.e. Kanada og Þýskalandi, út að biluninni. Að sögn Teleglobe, mun viðgerðarskip verða sent af stað er það væntanlegt á staðinn eftir nokkra daga. Þar til viðgerð hefst þá verður hægt að nota strenginn, en gæðin verða skert. Þegar að viðgerð kemur verður spennan rofin og detta þá öll sambönd niður um tíma, en þá mun aflfæðing milli Íslands og Kanada verða sett upp, þannig að vesturleiðin milli Íslands og N-Ameríka verður í lagi meðan á viðgerð stendur. Nú er Síminn að flytja internetsambandið af gervitungli yfir á venjubundna leið á strenginn til Bandaríkjanna. Talsímasamband mun að sinni verða áfram flutt yfir gervitungl." 17:20 Beinivandamál á varasambandi LÍ komin í lag. RHnet í sambandi um gerfihnött með tilheyrandi RTT (um 600ms). 15:30 Varasamband LÍ um gerfihnött komið upp. RHnet ennþá sambandslaust vegna beinivandamála. LÍ er að vinna að viðgerð á því. Bilun í CANTAT-3 verður kl 06:13. Þetta veldur algeru sambandsleysi RHnet við NORDUnet þar sem varasamaband um Símnet LÍ notar einnig CANTAT-3. Unnið er að flytja LÍ sambönd á gerfihnött og þegar því er lokið verður varasamband RHnet virkjað.
Laugardagur 10. ágúst 2002
21:48 Viðgerð lokið. Vélbúnaðarbilun varð í póstþjóni RHnet (durinn.rhnet.is) um kl 02:00 í nótt. Unnið er að viðgerð en ekki vitað henni lýkur.
Fimmtudagur 8. Ágúst 2002
22:10 Umferð kemst á aftur um ljósleiðara. 22:05 Tenging yfir ljósleiðara fer aftur niður, umferð á varasambandi. 19:40 Umferð kemst aftur á um ljósleiðara. 17:43 Tenging yfir ljósleiðara fer niður, umferð á varasambandi. Möguleiki er á truflunum á umferð við tengipunkt RHnet á Akureyri vegna viðgerðar á flutningslínu Landsvirkjunnar milli Búrfells og Sandskeiðs, umferð ætti að færast sjálfvirkt á varaleið þegar samband rofnar. Áætlað er að viðgerð muni standa yfir frá kl. 17:00 til 22:00
þriðjudagur 25 júní 2002
17:44 Háskólinn í Reykjavík í samband. 17:37 Ofanleiti í samband aftur. 17:13 Tengipunktur RHnet í Ofanleiti sambandslaus vegna flutninga hjá Háskólanum í Reykjavik. Búist er við að þetta taki innan við eina klukkustund. Ekki eru truflanir á öðrum samböndum en við hir.is
þriðjudagur 11 júní 2002
Tenging komst aftur á kl. 05:38. Tenging RHnet við NORDUnet fór niður kl. 21:48, öll umferð fluttist sjálfkrafa yfir á varaleið. Samkvæmt upplýsingum frá Landssímanum var orsakaðist sambandsleysið af bilun í ljósleiðara, áætlaður viðgerðatími er 2 tímar.
sunnudagur 24 mars 2002
Viðgerð virðist lokið kl 14:00. Vandamál við tengingar NORDUnet við KPNQwest siðan kl 06:15 í morgun. Veldur trufulunum á samböndum utan NREN í Evrópu og Ameríku. Unnið er að viðgerð.
þriðjudagur 19. mars 2002
Tengibúnaður NORDUnet sambands í Tæknigarði endurræstur og línuvilla þannig löguð. Samband kemst á aftur kl 09:44. Svo virðist sem villa hafi komið upp í tengibúnaði í Tæknigarði (PA-T3+) meðan verið var að leita að línubilun.mánudagur 18. mars 2002
18:45 Hringtenging rakin til Íslands, mælaborð LÍ rekur bilun til Tæknigarðs. 17:45 TeleDanmark hefur komist fyrir bilun í sambandi en tenging kemst samt sem áður ekki á. Svo virðist sem hringtenging sé á línunni á móti DK. 14:45 T3 samband við NORDUnet í Danmörku ennþá niðri. Bilun er ekki á Íslandi eða hjá Landsímanum heldur virðist liggja í Danmörku, en ekki hjá UNI-C.laugardagur 16. mars 2002
Vandamál virðist liggja í Danmörku ... Tele-Danmark rekur bilun til UNI-C. Ekki næst í UNI-C NOC. Samband til NORDUnet slitnar kl 06:06, ástæður ókunnar, en KTHNOC er að kanna málið. Umferð um varasamband hjá Símanum.
miðvikudagur 27. febrúar 2002
Skipt um beini í Ofanleiti og samband kemst á um kl 11:00. Alvarleg vélbúnaðarbilun í beini orsök sambandsslits. Tengipunktur RHnet við Ofanleiti í Reykjavík verður sambandslaus kl 19:22 á þriðjudag. Við það rofnar samband við Háskólann í Reykjavík.
mánudagur 25. febrúar 2002
17:20 Samband við NORDUnet kemur upp aftur, og umferð flyst af varaleið. Samband við NORDUnet slitnar kl 17:00 vegna breytinga í Danmörku. Samband um varaleið á meðan.
mánudagur 11. febrúar 2002
Samband við AS2603 kemst á kl 17:12. Flutningi lokið. Breyting verður gerð á sambandi RHnet við NORDUnet milli kl 17:00 og 18:00 i dag. Búast má við smávægilegum truflunum á útlandasambandi RHnet.
sunnudagur 13. janúar 2002
00:34 14. jan Samband kemst á aftur. Samband RHnet við umheiminn slitið síðan kl 23:26. Svo virðist sem CANTAT-3 sé slitin þar sem varasamband RHnet um Simnet til USA er einnig í sundur. Þá virðast aðrar internetþjónustur á Íslandi einnig sambandslausar eins og er.
mánudagur 29. október 2001
Samband við NORDUnet slitnar kl 14:15 vegna bilunar í Danmörku. Eðli bilunar óþekkt en samband kemst á aftur um kl 14:20. Varasambönd ekki virkjuð þar sem samband við næsta hopp í Danmörku var uppi.
þriðjudagur 28. ágúst 2001
Diskar vefþjóns settir í varavél, vefþjónn aftur virkur um kl 10:00.mánudagur 27. ágúst 2001
Vegna minnisbilunar er vefþjónn RHnet óvirkur frá kl 19:29.
föstudagur 25. maí 2001
Samband kemur aftur á kl 16:53. Bilun milli Lyngby og Blabjerg í Danmörku. Tele Danmark hefur ekki gefið upp eðli bilunar. Samband til NORDUnet slitnar kl 08:41. Umferð á varasambandi hjá LÍ. Ekki liggja fyrir upplýsingar um ástæður bilunar.
miðvikudagur 9. maí 2001
Bilun í BGP rútun á Darenet (NORDUnet í Danmörku) olli umferðarþurrð til og frá RHnet frá 10:00 til 10:30. Varasmabönd ekki virkjuð þar sem tenging fór ekki niður.
þriðjudagur 17. apríl 2001
Truflun í innri tengingum RHnet frá kl 16:42 til 16:53 vegna bilunar í ljósleiðarasnúru milli tækja í vélasal RHnet.
þriðjudagur 13. mars 2001
Bilun í beini hjá UNI-C í Danmörku olli sambandsleysi milli kl 12:40 og 14:00 í dag. Umferð ekki beint sjálfvirkt á varasamband þar sem bilun var í raun í hluta af sambandi Danmerkur við umheiminn.
webmaster@rhnet.is