Tilgangur og markmið Rannsókna- og háskólanets Íslands (RHnets) er:
Markmið RHnets er að breiða út öflugt háskóla- og rannsóknanet um landið sem tengist gáttinni til NORDUnet, en mikilvægt er að netið um landið verði virkt net háskóla- og rannsóknastofnana á Íslandi og vettvangur til að rækta samstarf með þeim sem að því koma.
Almennt eru háskóla- og rannsóknanet í einstökum löndum (NREN, National Research and Education Network) starfrækt til þess að leitast við að tryggja góðar tengingar innan lands og virka aðild að margvíslegu samstarfi og samlegð á vettvangi hins alþjóðlega vísindasamfélags. Það felur í sér eftirfarandi þætti, ýmist alla eða suma, eftir því hvernig netin eru skipulögð á hverjum stað og hversu vel þau eru í stakk búin til þess.
Sérstaða háskóla- og rannsóknarneta eins og RHnets er skýr. Grunnforsendan ræðst af eðli vísindastarfs og menntunar þar sem byggt er á öflugu og sífelldu samstarfi aðila í þágu menntunar og framþróunar vísinda. Rannsókna- og háskólanet leitast við að leggja þar sitt af mörkum með ótakmörkuðum aðgangi að bandbreidd í þágu háskóla- og rannsóknastarfsemi. Í því samhengi skiptir miklu að rannsóknanetin - þ.m.t. RHnet - séu samkeppnishæf í verði tenginga, en bjóði jafnframt annan virðisauka en hefðbundin fjarskiptafyrirtæki, enda er tilgangur þeirra annar.
Ávinningur háskóla- og rannsóknastarfsemi af því að tengjast RHneti, en ekki öðrum aðilum sem bjóða netþjónustu sem að hluta til er hliðstæð, er nánar þessi:
Það gildir um RHnet eins og önnur fyrirtæki að afkoman byggist á mismuni á tekjum og gjöldum. RHnet er ekki rekið í hagnaðarskyni og ágóði rennur til uppbyggingar félagsins. Leitast er við að halda verðskrá í lágmarki (hefur verið óbreytt frá 2013) m.a. með aðhaldi í rekstarkostnaði og aðföngum. Ávallt eru til skoðunar leiðir til hagræðingar, s.s. möguleg útboð á fjarskiptalínum og rýni á innlendum og erlendum þjónustusamningum. Félagið nýtur ekki opinberra rekstrarstyrkja, en hefur fengið styrki frá ráðuneyti og HÍ til þátttöku í einstökum verkefnum eins og Nordic e-Infrastructure Collaboration (NeIC).
Eðlilegt er að rýna hugmyndafræðina að baki verðskrá RHnet. Forsendur hafa lítið breyst frá upphafi og miðast í grunni við fjölda starfsmanna og stúdenta en ekki gagnamagn, eins og í fjarskiptafyrirtækjum, enda ólíku saman að jafna. Sem fyrr greinir er útgangspunkturinn ótakmarkaður aðgangur að bandbreidd í þágu háskóla- og rannsóknastarfsemi og er ekki ráðgerð nein breyting þar á. Til skoðunar er að horfa til fleiri þátta en starfsmanna og stúdenta til að jafna mánaðarleg gjöld stofnana.